meðan fannst í 4 gagnasöfnum

meðan sitja meðan sætt er

meðan samtenging

á meðan

meðan hann grillaði léku börnin sér í garðinum


Fara í orðabók

Fremur er mælt með orðalaginu meðan á þessu stendur en „á meðan á þessu stendur“.

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið meðan (einnig rétt að segja á meðan) er notað þar sem um tíma eða dvöl er að ræða. Hann eldaði (á) meðan hún lagði sig. Ekki er talið vandað mál að nota (á) meðan í stað en í samanburði (sú tilhneiging er talin stafa af enskum áhrifum því að enska orðið while getur ýmist þýtt (á) meðan eða en). Síður skyldi því segja „bílar eru með fjögur hjól meðan vélhjól hafa tvö“ heldur bílar eru með fjögur hjól en vélhjól hafa tvö.

Lesa grein í málfarsbanka

meðan, á meðan ao., st. ‘um þann tíma, á þeim tíma (sem e-ð fer fram)’; sbr. fær. meðan, meðani, nno. medan, madar,…, sæ. medan, d. medens (fd. e mæthæn), eiginl. s.o. og gotn. miþþanei (s.m.), sbr. einnig fe. mid þon þe. Leitt af fs. með og fn.st. þa-n tf. af , það að viðskeyttu smáorðinu , eiginl. merk. ‘með því (að)’; (þ + þ styst og raddast og orðið ð í norr. vegna lítillar áherslu, en ekki orðið tt). Sjá með. (Óvíst er hvort á í á meðan er fs. á eða < *aiw-, sbr. æ, ey ‘alltaf’ og á síðan).