megin fannst í 6 gagnasöfnum

megin 1 -ið megins trúa á mátt sinn og megin; eftir megni; megin|band

megin 2 austan megin; báðum megin; hinum megin; hvorum megin; hægra megin; öðrum megin; Þýskalands megin (sjá § 2.5 í Ritreglum)

megin atviksorð/atviksliður

síðari liður samsetninga sem lýsa afstöðu, stundum ritað sem sjálfstætt orð

báðum megin

báðumegin

hægra megin


Fara í orðabók

megin nafnorð hvorugkyn

stærsti hluti e-s

trúa á mátt sinn og megin

treysta eigin afli eða verðleikum


Fara í orðabók

megin no hvk
megin ao
mest megins

Ekki er til karlkynsnafnorðið „meginn“ heldur aðeins hvorugkynsnafnorðið megin sem merkir: 1) máttur, sbr. orðasambandið trúa á mátt sinn og megin, 2) aðalhluti einhvers, t.d. meginið (= megnið) af framleiðslunni.

Lesa grein í málfarsbanka


Annaðhvort skyldi sagt báðum megin eða beggja vegna, ekki „beggja megin“.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið megin er forliður í fjölmörgum samsetningum sem ávallt eru ritaðar í einu orði: meginatriði, meginákvörðun, megináveitukerfi, meginforsenda, meginland, meginmarkmið, meginorsök, meginregla, megintilgangur, meginuppistaða o.fl.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið megin er ritað áfast undanfarandi nafnorði ef það er samnafn án greinis, eins og til dæmis bílstjóramegin, bakdyramegin, sólarmegin, hlémegin. Annars er megin ritað laust frá undanfarandi orði, sbr. báðum megin, hérna megin, réttum megin, hinum megin o.s.frv. Sjá § 2.5 í Ritreglum.

Lesa grein í málfarsbanka


Beggja vegna  – báðum megin  – beggja megin. – Orðasam­band­ið beggja vegna (e-s/við e-ð) á sér ýmsar samsvaranir í fornu máli, sbr. 96. pistil,  og sambandið báðum megin (e-s/við e-ð) [< báðum veg­um] er kunnugt í fornu máli, t.d.:

báðum megin ár (IslDipl 335 (1439));
fylldi allan farveg upp á bakkana báðum megin (m14 (Stj 354)).

Við samfall orðasambandanna tveggja varð hið þriðja til: beggja megin (e-s/við e-ð). Það kunnugt frá 16. öld, m.a. úr Guðbrandsbiblíu (1584):

þar stóðu næsta mörg tré hjá strönd­inni beggja megin (Esek 47, 7 (GÞ));
sá ég mjög mörg tré á fljóts­bökk­un­um beggja vegna (Esek 47, 7 (Við));
hjá ströndinni við sama vatnsfall beggja megin skulu vaxa allra handa frjósamleg aldintré (Esek 47, 12 (GÞ));
Með fram fljótinu á vatnsbökkunum beggja vegna ... (Esek 47, 12 (Við)).

Orðasambandið báðum megin við e-ð á sér fjölmargar hliðstæður, t.d.:

hinum/­þeim/­­öðr­um megin við e-ð.

Um notk­un þeirra skal minnst á tvennt. Í fyrsta lagi er algengt að nota eignarfall í stað fsl. við + þf., t.d.:

Báðum megin árinnar;
hérna megin lækjarins;
sunnan megin hússins o.s.frv.

Í öðru lagi er algengt að nota styttri myndina (hinu, réttu ...) í stað lengri myndarinnar (hinum, réttum ...) (oft ritað í einu orði), t.d.:

Vera réttu megin við strikið;
fara öfugu megin fram úr (rúminu);
hinumegin við girð­inguna;
halda sig sínu megin í garðinum o.s.frv.

Jón G. Friðjónsson, 20.8.2016

Lesa grein í málfarsbanka

1 megin h. ‘máttur, afl, aðalmagn eða -hluti e-s,…’; sbr. fær. megin, megi, fe. mægen, fhþ. magan, megin, mhþ. magen. Sjá magn, mega (1), megin- (2) og megn (1 og 2).


2 megin- forliður ‘aðal-, höfuð-’; sbr. fær. megin- og nno. megna lo. (mäie, meia) ‘ósvikinn, mjög stór’. Getur verið leitt af lo. meginn, sbr. megn (2), eða no. megin (s.þ.), sbr. fe. mægen-.