milljón fannst í 6 gagnasöfnum

milljón -in millj|ónar; millj|ónir milljón manns; milljónir manna; þriggja milljóna króna tap; milljóna|tugir

milljón nafnorð kvenkyn

1000.000

listaverkið kostar milljónir króna

vera (alveg) á milljón

hafa mikið að gera, eiga mjög annríkt


Fara í orðabók

milljón töluorð

talan 1000.000


Fara í orðabók

Orðið milljón ætti fremur að beygja en láta óbeygt. Ft. milljónir. Tíu milljónir króna (ekki: „tíu milljón krónur“). Um er að ræða þriggja milljóna króna tap. Innflutningurinn nemur fjórum milljónum. Ein milljón manna líður skort. Tvær milljónir manna eru fátækar. Ein komma átta milljónir eru í vanskilum. Átta komma ein milljón er í vanskilum. Bergið er 14–16 milljóna ára gamalt.

Lesa grein í málfarsbanka


Betur fer á að segja Skuldir stofnunarinnar eru komnar yfir hundrað milljónir króna en „Skuldir stofnunarinnar eru yfir hundrað milljónum króna“.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið milljón er skammstafað millj. eða m.

Lesa grein í málfarsbanka


Í setningum á borð við: á annan tug umsókna barst/bárust virðist ekkert málfræðilegt frumlag (fallorð í nefnifalli) að finna, því verður að láta tilfinninguna fyrir merkingarlegu frumlagi ráða til að ákveða hvort sögnin í setningunni á að vera í eintölu eða fleirtölu. Fleiri setningar af svipuðum toga eru t.a.m.: langt undir einni milljón manna lét/létu lífið, vel yfir eitt þúsund gosflaskna brotnaði/brotnuðu, innan við eitt hundrað sundmanna kom/komu til keppni.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja á annan tug manna, ekki „á annan tug menn“. Sömuleiðis á annað hundrað manna, á annað þúsund manna og á aðra milljón manna.

Lesa grein í málfarsbanka


Ritað er milljón, síður: „miljón“.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið milljón skiptist þannig milli lína: millj-ón.

Lesa grein í málfarsbanka

miljón, milljón kv. (18. öld) ‘þúsund þúsund’. To., líkl. úr d. million < ít. millione, leitt af lat. mīlle ‘þúsund’.