morguns fannst í 6 gagnasöfnum

morgunn -inn morguns; morgnar undir morgun; frá morgni til kvölds; á morgnana; morgun|bæn; morgun|kjóll

morgunn nafnorð karlkyn

tíminn milli nætur og dags, þegar birtir, tíminn fram til kl. 12 á hádegi

<bursta tennurnar> kvölds og morgna

<þurfa að vinna> frá morgni til kvölds

<leggja af stað> um morguninn

<vakna þreyttur> morguninn eftir

<vaka> fram á morgun

<ferðin hófst> að morgni (dags)

<það rigndi> í morgun


Sjá 2 merkingar í orðabók

morgunn no kk
morgun við fyrstu lýsu
við eldingu morgunsins
til morguns
allan morguninn
í lýsinguna um morguninn
Sjá 41 orðasambönd á Íslensku orðaneti

morguns ao

Orðasambandið í fyrramálið merkir: snemma á morgun. Orðasambandið með morgninum getur merkt það sama en er yfirleitt notað öðruvísi, meira í ætt við: undir morgun, þegar fer að daga.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið eykt merkir meðal annars: þrjár klukkustundir. Í sólarhringnum eru því átta eyktir. Skil milli þessara átta eykta kallast eyktamörk. Þau eru: ótta (kl. 3), miður morgunn (kl. 6), dagmál (kl. 9), hádegi (kl. 12), nón (kl. 15), miðaftann (kl. 18), náttmál (kl. 21) og miðnætti (kl. 24)
(Íslensk orðabók).

Lesa grein í málfarsbanka


Venjan er að rita kvölds og morgna (og miðjan dag) en ekki „kvölds og morguns“.

Lesa grein í málfarsbanka


Í nafnorðum sem enda á -ann (til dæmis aftann), -inn (til dæmis himinn) og -unn (til dæmis morgunn) er ritað eitt n í þolfalli eintölu: aftan, himin, morgun. Munurinn heyrist ekki í framburði en n-in eru jafnmörg og í beygingu orðsins steinn. Ég hitti hann á morgun. Sjá § 12.4 í Ritreglum.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að rita á morgnana (þf.) en ekki „á morgnanna“ (ef.).

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að rita á morgun en ekki „á morgum“.

Lesa grein í málfarsbanka

morgunn, †morginn, †merginn, †myrginn k. ‘árdegi; tíminn frá birtingu fram um kl. 11’; sbr. fær. morgun, morgin, nno. og sæ. morgon, d. morgen, fe. morgen, myrgen, fsax. og fhþ. morgan (ne. morrow, nhþ. morgen), gotn. maurgins. Líkl. sk. lith. mérkiu, mérkti ‘depla augum’, rússn. mórok ‘myrkur, þoka’, af ie. *mer(ǝ)k- ‘blika, fá glýju í augun, braga’; orðstofninn hafður í öndverðu um mismunandi birtu, blik eða skímu, af frumrót *mer- í merla. Víxlmyndir orðsins stafa af hljv. vegna hljsk. í viðskeyti: -an-, -un-, -in- (myrginn < *murgin(a)ʀ; merginn < *mørginn < morginn; morgunn < *murganaʀ, *murgunaʀ). Af morgunn er leidd so. morgna ‘daga’, sbr. fær., nno. og sæ. mor(g)na. Sjá merla; ath. myrkur (1).