náið fannst í 7 gagnasöfnum

náinn Lýsingarorð

Sagnorð, þátíð náði

náið Atviksorð, stigbreytt

náði, náð ég næ bílnum; þótt hann nái/næði þessu

náinn náin; náið STIGB -nari, -nastur

sagnorð

fallstjórn: þágufall

geta tekið (e-ð), heppnast að fá tak (á e-u)

ég næ ekki því sem er í efstu hillunni

hún náði ekki blettinum úr skyrtunni

við náum strætó ef við hlaupum

hann reyndi að drepa fluguna en náði henni ekki


Sjá 25 merkingar í orðabók

náið atviksorð/atviksliður

á náinn hátt

ég þekki hana náið

þeir vinna náið saman


Fara í orðabók

náinn lýsingarorð

mjög skyldur

þau buðu nánum ættingjum í skírnarveislu


Sjá 3 merkingar í orðabók

Sögnin að ná e-u er eins og fjölmargar aðrar sagnir ýmist notuð í beinni merkingu ‘koma höndum á’: ná boltanum/kettinum, eða yfirfærðri ‘skilja’, t.d.:

Náðirðu því sem kennarinn sagði?

Sagnorðið höndla e-ð er býsna margbrotið að merkingu; það getur merkt ‘festa hönd á’ en einnig ‘skilja’. Síðari merkinguna má sjá af eftirfarandi dæmi:

Það er ekki á allra færi að skilja þennan boðskap heldur þeirra einna sem það er gefið (Matt 19, 11 (2007)) = Eigi fá allir höndlað þetta, heldur þeir sem það er gefið (1912) = Þetta orð fá eigi allir höndlað, heldur þeir, hverjum það er gefið (OG).

Til gamans og glöggvunar skulu tilgreind samsvarandi dæmi úr Lúthersbiblíu, King James-biblíu og Vúlgötu:

Das wort fasset nicht jederman, sondern [nur die] denen es gegeben ist (Luth);
All men cannot receive this saying, save they to whom it is given (KJ);
non omnes capiunt verbum istud sed quibus datum est (Vulg).

Annað dæmi varpar ljósi á merkingarþróunina:

og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur eigi tekið á móti því (Jóh 1, 5 (1912));
og ljósið skein í myrkrinu og myrkrið meðtók það ekki (Við);
og ljósið lýsir í myrkrunum og myrkrin hafa það eigi höndlað (Jóh 1, 5 (OG));
And the light sieneth in darkness; and the darkness comprehendet it not (KJames);
und das Licht scheinet in der Finsternis, und die Finsternis habens nicht begriffen (Luth);
et lux in tenebris lucet et tenebræ eam non comprehenderunt (Vulg).

Hjá Oddi samsvarar sögnin höndla orðasambandinu taka á móti í biblíuútgáfunni frá árinu 1912 en í erlendu samsvörununum eru notuð orð sem ótvírætt merkja ‘skilja’, þ.e. comprehend (KJ), begreifen (Luth) og comprehendere (Vulg). Sá grunur gæti læðst að leikmanni að Oddur hafi vísvitandi notað sögnina höndla á tvíræðan hátt, þ.e. í merkingunni ‘taka við, ná’ eða ‘meðtaka, skilja’.

So. fatta, tökuorð úr dönsku frá upphafi 20. aldar, lýtur svipuðu merkingarsniði, þ.e. bein merking er ‘grípa’ en yfirfærð merking er ‘skilja’, sbr. þ. fassen. Fyrri merkingin mun afar sjaldgæf í nútímamáli en síðari merkingin er algeng. Um sögnin má vafalaust segja: Ekki er það vakurt þó riðið sé; heldur vænkast þó hagur strympu sé merkingin skoðuð í málsögulegu samhengi.

So. grípa er ekki lengur notuð í merkingunni ‘skilja’ en eftirfarandi dæmi sýnir að hún er skyld sögninni höndla að merkingu:

Sá höndli þetta er höndlað getur (Matt 19, 12 (1912)) = Sá gripið getur, hann grípi það (OG);
Wer es fassen mag der fasse es (Luth)
He that is able to receive it, let him receive it (KJ)
qui potest capere capiat (Vulg).

Jón G. Friðjónsson, 2016

Lesa grein í málfarsbanka

so
[Stjórnmálafræði]
samheiti hljóta, öðlast
[enska] attain

1 ná kv. liður í kvenkenningum; s.o. og Gná og . Sjá Gná.


2 ná s. ‘komast til e-s staðar; seilast í, taka; endast,…’; sbr. fær. náa, nno., sæ. og d. , fe. genǣgan, fsax. nāhian, mhþ. nāhen, nhþ. nahen, gotn. nehwjan sik ‘nálgast’; af *nēhw- í - (4) og nær (1) (s.þ.).


3 ná uh.; lætur í ljós undrun, áhuga: ‘nei sko, hvað nú’ e.þ.h. Líkl. í ætt við na og hugsanlega tengt fn.-stofninum *en-, *on- (sbr. enn, inn ákv. gr.); sbr. og fi. nā nā ‘svona,…’, lat. nam ‘nefnilega, því’. Ekki er þó óhugsandi að uh. þessi hafi blandast orðum af öðrum toga, sbr. gotn. ne ‘ekki, nei’ og fær. ‘nei’ sem líkl. samsvarar fremur (< *ni-aiw-) en gotn. orðinu. Sjá na; ath. no og (2).


4 ná- forliður í orðum eins og nákominn, nálægur o.fl.; sbr. fær. -, nno., sæ. og d. -, fe. néah, fhþ. nāh (nhþ. nah(e), nach) og gotn. nehw. Uppruni umdeildur, germ. *nēhwa- oft talið sk. nógur og nægja, gotn. ganauhan, ganah, fe. genugan, geneah (nþl.s.) ‘nægja’, lat. nancīscor, fi. náśati ‘fær, nær’, af ie. *(e)neḱ- ‘ná, fá, nægja’. Aðrir telja að germ. *nēhwa- sé tengt fs. á < *an(a); < *nē-hwa-, sbr. fi. nédiyas- ‘nálægari’ < *nē̆-zd-, sbr. *sed- ‘sitja’. Giskað hefur verið á að -hw- í germ. *nēhwa- eigi sk. við lat. oculus ‘auga’. Sjá (2), náar og nær~(1).