nálægt fannst í 6 gagnasöfnum

nálægt

nálægur -læg; -lægt STIGB -ari, -astur

nálægt forsetning

þétt við ákveðinn stað eða tímapunkt, eða ákveðna stærð

hitinn var nálægt 40 gráðum

hún var kominn nálægt níræðu þegar hún lést

skipið sigldi nálægt landi


Fara í orðabók

nálægur lýsingarorð

sem er ekki mjög fjarri

atburðurinn er enn ótrúlega nálægur

þau fengu aðstoð í nálægu þorpi


Fara í orðabók

nálægur lo
til nálægs tíma
til nálægra tíma

Fremur en að nota orðið nærliggjandi kemur til greina að nota orðin: nálægur, nærri, í grenndinni.

Lesa grein í málfarsbanka


Ýmsir ákvæðisliðir (allt að, hátt í, sem svarar, nærri, nálægt) stýra falli og ef fallstjórn þeirra er frábrugðin fallstjórn aðalliðar er fallanotkun stundum á reiki í nútímamáli, þ.e. ýmist ræður aðalliður falli eða ákvæðisliðurinn, t.d.:

Spara allt að tveimur milljónum – Spara allt að tvær milljónir;
Allt að tveimur milljónum kr. er saknað – Allt að tveggja milljóna kr. er saknað;
Vatn í ám hefur hækkað um allt að tveim metrum – Vatn í ám hefur hækkað um allt að tvo metra;
Skuldir nema hátt í einni milljón króna – Skuldir nema hátt í eina milljón króna; Bíllinn er til sölu fyrir sem svarar tveimur milljónum króna – Bíllinn er til sölu fyrir sem svarar tvær milljónir króna;
Byggingin kostaði nærri sex milljónum – Byggingin kostaði nærri sex milljónir; Nálægt 40 skipum eru á veiðum – Nálægt 40 skip eru á veiðum;
Nálægt 350 kandídötum verða brautskráðir á þessu ári – Nálægt 350 kandídatar verða brautskráðir á þessu ári.

Dæmi sem þessi eru auðfundin í dagblöðum og fjölmiðlum nútímans. Breytinguna má trúlega rekja til þess að ákvæðisliðirnir hafa glatað merkingu sinni, hafa þess í stað fengið merkingarlítið hlutverk. Þessu var á annan veg háttað í fornu máli, þar stýrir sá liður sem næst stendur falli, t.d.:

Þeir voru alls á þriðja tigi manna (Ísl 1604);
Hafði hann á þriðja tigi manna (Sturl I, 368);
og hafa þeir á þriðja hundraði og ætla að Sighvati (Sturl I, 368);
ríða suður um land og hafa á öðru hundraði manna (Sturl I, 376);
hafði á fjórða hundraði manna (Sturl I, 377);
þeir höfðu nær þremur hundruðum báðir (Klm 13);
Þá er Haraldur konungur var nær sjötugum að aldri (Flat I, 46);
Nær sex tigum féll hirðmanna (Flat III, 182).

Slík notkun virðist eftir lauslega leit einhöfð fram á síðari hluta 19. aldar og er enn algeng í nútímamáli. Til gamans skulu tilgreind tvö dæmi frá 19. öld:

Í mörgum þessum húströllum [‘skýjakljúfum’] í Chicagó eru allt að fjórum hefjurum [‘lyftum’] allt af á ferðinni (Ísaf 1892, 203);
en þó fengu menn það, í sumar sem leið, allt að 6000 tunnum byggs (Rvp II, 70 (1848)).

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka

nálgunar-
[Eðlisfræði]
samheiti nálægur
[enska] approximate

færa saman
[Læknisfræði]
samheiti nálægja
[enska] approximate

nálægur
[Læknisfræði]
samheiti nærri
[enska] approximal

nálægur lo
[Málfræði]
[skilgreining] Sérhljóð eru kölluð NÁLÆG ef tungan er nálægt gómnum við myndun þeirra.
[dæmi] Íslensku sérhljóðin sem eru táknuð með í og ú í stafsetningu eru nálæg hljóð.
[enska] closed

nær-
[Læknisfræði]
samheiti hlið-, nálægt, nándar-
[latína] juxta-,
[enska] juxta-

nálægur l. ‘sem er nærri’; af - (4) og lægur; eiginl. ‘sem liggur nærri’. Af nálægur eru leidd nálægð kv. og nálægja s. Sjá - (4) og nálegur (2).