námssálarfræði fannst í 1 gagnasafni

námssálfræði kv
[Menntunarfræði]
samheiti námssálarfræði
[skilgreining] Grein sálfræði sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu sálfræðilegrar þekkingar á sviði náms og kennslu.
[skýring] Tilgangur rannsókna á námsferli, hvort sem er með áherslu á atferli eða hugræna ferla, er að öðlast skilning á einstaklingsmun á mismunandi sviðum og þátt hans í námi. Þá er t.d. átt við mun í greind, vitsmunaþroska, áhugahvöt, sjálfsstjórnun, sjálfsmynd, tilfinningum og persónuleika.
[enska] educational psychology