námsstuðningur fannst í 1 gagnasafni

stoðgrind kv
[Menntunarfræði]
samheiti aðhæfður stuðningur, námsstuðningur
[skilgreining] Stuðningur við nám sem sniðinn er að þroska nemanda, þekkingu og áhuga, til að hvetja þá og styðja til frekari framfara og þroska en unnt hefði verið án stuðnings.
[skýring] Jerome Bruner er upphafsmaður hugtaksins og setti það fram í tengslum við kenningar Vygotsky um svæði mögulegs þroska (zone of proximal development).
[enska] scaffolding