næpur fannst í 6 gagnasöfnum

næpa -n næpu; næpur, ef. ft. næpna næpu|kál; næpu|legur

næpa nafnorð kvenkyn

matjurt, káltegund af krossblómaætt; myndar gilda forðarót sem notuð er til matar


Fara í orðabók

næpa kv
[Byggingarlist]
samheiti laukturn
[skilgreining] hvolfþak með lauklögun;
[skýring] á rætur að rekja til íslamskrar byggingarlistar; algengt í austurevrópskum kirkjubyggingum
[dæmi] á Landshöfðingjahúsinu í Reykjavík
[danska] løgkuppel,
[enska] bulbous dome,
[þýska] Zwiebelkuppel

næpa kv
[Matarorð úr jurtaríkinu]
samheiti fóðurnæpa, næpukál
[skilgreining] tvíær jurt af krossblómaætt, upprunnin í Evrópu eða vestanverðri Asíu;
[skýring] rótin er meðalstór, ljósleit og oftast nær hnöttótt; blöðin (næpukálið) eru stór og gróf; ræktuð bæði til manneldis og sem skepnufóður vegna rótarinnar en blöðin má sjóða og hafa sem grænmeti
[norskt bókmál] matnepe,
[danska] majroe,
[enska] turnip,
[finnska] nauris,
[franska] navet de printemps,
[færeyska] mairót,
[latína] Brassica rapa ssp. rapifera,
[spænska] nabo de primavera,
[sænska] majrova,
[ítalska] rapa primaverile,
[þýska] Mairübe

næpur kv
[Plöntuheiti]
samheiti bortfelskar rófur, finnarófur, fóðurnæpa, maírófur, næpa
[skilgreining] Ein- eða tvíær jurt af krossblómaætt með gilda stólparót. Aðeins þekkt úr ræktun og sem slæðingur úr ræktun. Ræktuð vegna rótarávaxtarins sem dýrafóður (fóðurnæpa) og til manneldis (næpa).
[latína] Brassica rapa var. rapa,
[sænska] rova,
[franska] navet,
[finnska] nauris,
[enska] turnip,
[norskt bókmál] nepe,
[þýska] weiße Rübe,
[danska] majroe

1 næpa kv. ‘rófutegund, hvítrófa (brassica napa); aukn.’. To., líkl. úr fe. nǣp k. (s.m.) < lat. nāpus ‘kálrófa’ < gr. nā̃py, sínāpy ‘sinnep’. Orðið er líkl. ættað úr egifsku.


2 næpa kv. (18. öld) ‘kalt loft, kuldagjóstur, nepja’; næpulegur l. ‘fölur, skininn, gægsnislegur, kulda- og veiklulegur’ (hefur tengst næpa (1)); næpast s. ‘vera úti í kulda (illa klæddur), nölta um’. Líkl. sk. napur og nepja (1) og e.t.v. líka nopi, sbr. og nno. nåpa, nôpa ‘rétt snerta, ná,…’ og fær. nópur ‘nef’, ísl. nabbi, nef, nöbb og nöf (2); (næpa < *nōpiōn eða *nēpiōn?).