né fannst í 4 gagnasöfnum

fá hvorki vott né þurrt; né heldur

Samtengingin hvorki … né er svokölluð fleyguð samtenging. Nafnið er dregið af því að venjulega er eitt eða fleiri orð á milli hvorki og .
Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Skorti þar þá hvorki vist né drykk góðan.

Einnig eru til samtengingarnar ekki … né og eigi … né:
Geitir kvaðst eigi nenna né vilja drepa hendi við svo miklum sæmdum. Ráðuneyti má eigi á stofn setja né af leggja nema með lögum.

Skorti þar nú ekki vápn né væna gripi. Hann var ekki fyrir áflog né illindi.

Athuga seinni lið tengingarinnar. Tengingin verður hálfmáttlítil þegar sagt er hvorki … eða: hvorki Jón eða Pétur, í stað: hvorki Jón né Pétur.

Lesa grein í málfarsbanka

ao. ‘ekki (heldur)’, einkum með hvorki: hvorki … né. Tæpast s.o. og ne (1), heldur svarar til gotn. nih < *nehw(i), sbr. lat. neque, sams. úr neitunarorðinu *ne og *ke ‘og’, sbr. hvað og hver (2).