nóg fannst í 6 gagnasöfnum

nógur nóg; nóg(t) nóg vatn; nóg fé; þetta er nóg

nógur lýsingarorð

sem nægir, hæfilega mikill

við eigum nóga peninga fyrir flugferðinni

eru nógir blýantar handa öllum nemendum?

vera sjálfum sér nógur

hafa litla þörf fyrir félagsskap eða hjálp annarra

honum finnst þetta of mikið

henni finnst að ekki megi ganga lengra

<henni> er nóg boðið

hafa litla þörf fyrir félagsskap eða hjálp annarra

honum finnst þetta of mikið

henni finnst að ekki megi ganga lengra

<honum> þykir nóg um <þetta>

hafa litla þörf fyrir félagsskap eða hjálp annarra

honum finnst þetta of mikið

henni finnst að ekki megi ganga lengra


Fara í orðabók

nóg lýsingarorð
Fara í orðabók

nóg lo hvk
nóg ao

nógur lo
hafa nóg á sínum kanna
hafa nóg að gera
hafa nóg á sinni könnu
hafa fengið nóg
hafa nóg í fangi með <þetta>
Sjá 21 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Mikilvægt er að gera greinarmun á atviksorðinu nógu og lýsingarorðinu nóg (hvorugkyn lýsingarorðsins nógur). Atviksorðið getur staðið með öðrum atviksorðum og lýsingarorðum, slíka stöðu getur lýsingarorðið ekki haft. Það er því rétt að segja: nógu vel, nógu lengi, nógu falleg, nógu gömul en ekki „nóg vel“, „nóg lengi“, „nóg falleg“,“nóg gömul“.

Lesa grein í málfarsbanka


Lo. nógur, einnig gnógur, samsvarar e. enough og þ. genug og er hvor tveggja myndin algeng í fornu máli, t.d.:
Hönd kom þar út ... og tók ör ... og mundi eigi út leitað viðfanga ef gnógt væri inni (ÍF XII, 188 (1330–1370));
oss byrjar [‘ber’] að fara til Rómam [‘Róms’] því að þaðan er ríkis von sem nógt [gnógt (B)] er til (f14 (Pst 599));
Þar [á Krít] gekk og engi penningur nema gullpenningur svo var það nógt (SnEW 4 (1350)).

Nútímamyndin nógur er frá miðri 13. öld:

þá hafa þeir sumar og gnógan [nógan (Kgs 35 (1275))] sólar gang (Kgs 139 (1260–1270)).

Einnig er kunn myndin ínógur, t.d.:

og eru þar í nógir fiskar í vötnum (s15 (Hekt 161));
*Seggnum fekk hann silfr í nóg (Rs I, 82).

Í síðari alda máli er lo. nógur oft óbeygt í hk. (nóg) eða notað sem ao., t.d.:
           
Aldrei veit nær enn nóg er (m17 (JRúgm I, 21));
þar sem agaleysið gengur þar er æruleysið nóg [‘þar sem aga skortir vantar ekkert upp á óheiðarleikann’] (FJHeccl III, 154 (1636));
En hver hann Jesúm þekkir sá er vitur nóg [‘nógu vitur’], hversu heimskur sem hann er haldinn fyrir heiminum (GÞBr 345 (1574)).

Einnig er kunnugt ao. nógu (m16 (OHR)), t.d.:

kasti þeim [syndum] iðrunarlaust upp á Guðs sonar hrygg, því hann hafi nógu breitt bak að bera þær (f18 (Víd 78));
Leist oss nógu hart og ekki herða mega (Alþ I, 232 (1574)).

Í fornu máli eru allmörg dæmi þess að ao. í nóg samsvari lo.-myndunum gnógt/nógt, t.d.:

Og sem fanturinn hefir etið og drukkið ínóg (m14 (Clári 59));
segist hafa fé í nóg og vill taka sig úr rekstrum og hafa hóglífi (Æv 289 (1350)).

Vera má að hér sé að finna undanfara þess að hk.-myndir lo. nógur er oft óbeygðar.

***

Í þætti í Ólafs sögu helga segir frá því að Þormóður Kolbrúnarskáld rauf föstu sína og át hálft mörbjúga án þess að konungur vissi. Soðgreifi [‘kokkur; bryti’] nokkur kom að honum og sagði:

Lítt er vandað lið með konungi og mun honum eigi vel líka ef hann veit hvað þú gerir.“  Þormóður svarar: „Oft gerum vér annað en konungur vill. Veit hann stundum, en stundum eigi.“
Soðgreifi mælti: „Eigi muntu Krist leyna.“
Ekki ætla eg það,“ segir Þormóður, „en annaðhvort mun okkur Krist meira á skilja en hálft mörbjúga ella munu við verða vel ásáttir.“ (Flat II, 447).

Jón G. Friðjónsson, 16.9.2017

Lesa grein í málfarsbanka

gnóg(u)r, nógur l. ‘nægur, ríkulegur’; sbr. fær. nógvur, nno. nog, sæ. og gd. nog, fe. genōh (ne. enough), fhþ. ginuog (nhþ. genug), gotn. ga-nohs (< germ. *ga-nōha-, *ga-nōga-), sk. gotn. ga-nah, bi-nah, fe. geneah, fhþ. ginah (nþl.so.) ‘það nægir’, sbr. lat. nancīscor ‘næ’, fi. aśnóti, náśati ‘kemst til, næ’ og e.t.v. fsl. neso̢, nesti ‘bera’, af ie. *eneḱ-, *neḱ- ‘ná, komast til,…’. Óvíst er um ættartengsl við (2), - (4) og nær (1) (s.þ.). Sjá gnótt, gnægja og nógur.


nóg ao. ‘nægjandi; nóglega’; sbr. fær. nóg, nno., sæ. og gd. nog, sbr. físl. nóg, ínóg. Líkl. gamalt t-laust hvk. af nógur frekar en no. í hvk. Sjá nógur og gnóg(u)r.


nógur, †gnógr l. ‘nægilegur, ríkulegur’; sbr. fær. nógvur, nno. nog (ao.), fe. genōh, fhþ. ginuog, gotn. ganohs; sk. gotn. ganah, fhþ. ginah (nþl.s.) ‘það nægir’, lat. nancīscor ‘næ’, fi. náśati ‘mun ná’. Sjá gnóg(u)r.