núna fannst í 7 gagnasöfnum

núa Sagnorð, þátíð neri eða néri

núinn Lýsingarorð

núa neri, núið ég ný blettinn; þótt ég núi/neri hendurnar

núna

núa sagnorð

fallstjórn: þolfall

beita núningi (á e-ð), nudda (e-ð)

hún neri saman höndunum í örvæntingu

þú skalt núa dálítilli sápu í þvottapoka


Fara í orðabók

núinn lýsingarorð
Fara í orðabók

núna atviksorð/atviksliður

á þessum tímapunkti, nú

núna vinnur hann við smíðar


Fara í orðabók

Það hefur færst mjög í aukana að orðin í dag séu notuð í of víðri merkingu miðað við íslenska málhefð. Yfirleitt fer betur á að segja: nú á dögum, núna, .

Lesa grein í málfarsbanka


Viðskeytið -na hefur sterka bendivísun og var það algengt í fornu máli, sbr.:

þá spurði Halli hvað hann segði tíðinda. Ekki enna, [< enn-na ‘enn þá’]“ sagði hann (ÍF IX, 74);
Eigi þérna [‘ekki þér þarna’] (Mork 280);
Er þatna [‘er það svo’] (f14 (Pst 459)).

Í nútímamáli má sjá –na-viðskeytið í ýmsum smáorðum, t.d.: gjarna; hana (nú); hérna, núna; svona; þarna og í gærna (m19 (JThSk II, 257)).

Orðasambandið alla vega/vegana er algengt í fornu máli og þar ber tvenns að gæta. Í fyrsta lagi er þar á ferð flt.-myndin vegar (ekki vegir) og í öðru lagi kemur viðskeytið -na fram í allnokkrum afbrigðum, t.d.:

stóðu alla vega [‘algerlega; að öllu leyti’] mót Gyðingum (Stj 456);
alla vegna [‘hvarvetna; alls staðar’] um jörðina (1. Mós 1, 2 (Stj 10));
Fjóra menn sendi hún fjögurra vegna [‘á fjóra vegu; í fjórar áttir’] í byggðina (Flat II, 105).

Á 16. öld hljóp mikill vöxtur í viðskeytið en hér verður aðeins eitt dæmi tilgreint úr Guðbrandsbiblíu:

beggja vegana hjá portinu (Esek 40, 7 (GÞ)) > beggja vegna.

Í síðari alda máli eru auðfundin fjölmörg dæmi um fornu merkinguna, t.d.:

Þess vegna sé og manni þeim alla vegana [‘með öllum hætti’] hallmælt, sem hefur í ljós leitt sögu þessa (m18 (Klím 9));
tekur oss vara fyrir djöflinum það hann sífellt veiti oss eftirgöngu alla vegana (1. Pét Form (OG)).

Í nútímamáli er loks að finna nýja merkingu ‘hvað sem öðru líður; að minnsta kosti’, t.d.:

Hann sagðist kannski verða of seinn en lofaði að koma alla vega;
Maður sem svíkur vini sína er alla vegana orðinn óalandi og óferjandi;
Jólin koma frá hjartanu, alla vega hjá börnunum;
Hann skal alla vega fá að bæta tjónið sjálfur.

Hér kann að gæta áhrifa frá ensku (anyway).

Jón G. Friðjónsson, 2.4.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka

núa
[Læknisfræði]
[skilgreining] Erta húðina, venjulega með nuddi.
[enska] chafe

núa (tvf.)s. (þt. neri, nöri) ‘nugga, nudda’; e.t.v. samrunamynd úr gnúa, gnýja (s.þ.) og núa < *nū(w)an, sbr. nno. nua, fhþ. nūan ‘nugga í sundur’ og gotn. bnauan (< *bi-nōwan?) ‘nudda’, sbr. einnig físl. *bnúa; e.t.v. sk. nár (1) og nauð (2).


núna ao. (17. öld) ‘nú, á þessari stundu’; leitt með na-viðsk. af líkt og hérna og þarna af hér og þar.