ný fannst í 7 gagnasöfnum

núa Sagnorð, þátíð neri eða néri

Hvorugkynsnafnorð

nýr Lýsingarorð

núa neri, núið ég ný blettinn; þótt ég núi/neri hendurnar

-ið nýs; ný með nýjum og niðum

nýr ný; nýtt nýi vegurinn; nýjar aðferðir STIGB nýrri, nýjastur

núa sagnorð

fallstjórn: þolfall

beita núningi (á e-ð), nudda (e-ð)

hún neri saman höndunum í örvæntingu

þú skalt núa dálítilli sápu í þvottapoka


Fara í orðabók

nafnorð hvorugkyn

nýkviknað tungl, vaxandi tungl


Fara í orðabók

nýr lýsingarorð

sem hefur ekki verið til áður

ný tækni

nýjar vörur

nýtt tækifæri


Sjá 2 merkingar í orðabók

no hvk
á <hverju> nýi
með nýi tungls

nýr lo
troða nýjar brautir
að fornu og nýju
til nýja árs
reyna á nýjan leik
ryðja nýjar brautir
Sjá 36 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Í íslensku eru kunn fjögur orðasambönd með stofnorðinu nýr, svipuð að búningi og merkingu en ólík að vísun:

(1) †gera e-ð af nýju,
(2) gera e-ð að nýju,
(3) gera e-ð á ný,
(4) gera e-ð upp á nýtt.

Fyrstu þrjú orðasamböndin eru forn, afbrigðið með af má telja úrelt, en hið fjórða er kunnugt frá 16. öld (GÞBr 99 (1575)). Forsetningarnar (kyrrstaða (‘hvar’)), af (‘hvaðan-hreyfing’) og á með þf. (‘hvert-hreyfing’) mynda með kerfisbundnum hætti mismunandi ferli sem í tengslum við lo. nýr merkja ‘aftur’. Málvenja á mismunandi tímum ræður því hvaða myndir eru notaðar. Í elsta máli er afbrigðið †af nýju algengast með vísun til tíma (‘aftur’), t.d.:

tekst af nýju mikið mannfall (s13 (AlexFJ 42)).

Þetta afbrigði var algengt fram á 19. öld, t.d.:

Nú tók stjórnin að hreyfa við þeim málum af nýju (PMNý I 3, 169);
Helstu trúarlærdómarnir voru ræddir út í æsar og samþykktir af nýju (s19 (ÓlÓlÞjóð 205)).

Afbrigðið að nýju er algengt frá 14. öld og þar virðist upprunaleg merking vera ‘samkvæmt’­. Víxl á milli afbrigðanna af nýju (ÓT II, 309) og að nýju (ÓT II, 306) eru algeng í fornu máli og enn fremur á milli og á í hliðstæðum samböndum, t.d.:

kom eigi að nefndum degi (Leif 115) > koma eigi á nefndum degi;
koma að hinum efsta dómi (Pst 260 (1325)) > koma á hinum efsta dómi (Pst 260 (1325)).

Fs.liðurinn­­ af nýju er algengur í tímamerkingu í fornu máli og vísar til ‘hvaðan’ enda er fs. af algeng í ýmsum samböndum er vísa til tíma, t.d. héðan af og þaðan af.

Í nútímamáli eru myndirnar á ný og upp á nýtt langalgengastar, sbr.:

e-ð hefst á nýja leik (Klm 410);
gera e-ð á nýjan leik (Klm 125) = ‘gera e-ð á ný’.

Myndin að nýju er einnig algeng. Af­brigð­­­ið af nýju mun hins vegar sjaldan notað í nútímamáli en það var algengt fram á 19. öld eins og áður gat.

Jón G. Friðjónsson, 6.2.2016

Lesa grein í málfarsbanka

núa
[Læknisfræði]
[skilgreining] Erta húðina, venjulega með nuddi.
[enska] chafe

sem nær til þessa dags
[Upplýsingafræði]
samheiti nýr
[enska] up to date

samtíma kk
[Upplýsingafræði]
samheiti í takt við tímann, með nýjustu breytingum og viðbótum, nýr, samtíða, síðastur, uppfærður
[sænska] löpande,
[norskt bókmál] løpende,
[hollenska] huidige,
[þýska] aktuell,
[danska] løbende,
[franska] contemporaine,
[enska] current

núa (tvf.)s. (þt. neri, nöri) ‘nugga, nudda’; e.t.v. samrunamynd úr gnúa, gnýja (s.þ.) og núa < *nū(w)an, sbr. nno. nua, fhþ. nūan ‘nugga í sundur’ og gotn. bnauan (< *bi-nōwan?) ‘nudda’, sbr. einnig físl. *bnúa; e.t.v. sk. nár (1) og nauð (2).


h. ‘nýtt, nýkviknað tungl’; sbr. fær. nýggj, nno., sæ. og d. ny; < *neuja-, eiginl. nafngert hvk. af lo. nýr (s.þ.).


1 nýr k. (15. öld) † ‘hávaði, drunur’; s.o. og gnýr (sjá gnýja).


2 nýr l. ‘nýtilkominn, ónotaður, ósaltaður, ósiginn (um fisk),…’; sbr. fær. nýggjur, nno., sæ. og d. ny, fe. néowe, nīwe (ne. new), fsax. niwi, fhþ. niuwi (nhþ. neu), gotn. niujis; < germ. *neuja-, sbr. ennfremur lat. novus, gr. néos, fsl. novŭ, fi. návaḥ og tokk. B ñuwe, hett. neu̯as; og með io-viðsk., eins og í germ., fi. návyaḥ, gr. neĩos, lith. naũjas, fír. nuae (s.m.) og lat. Novius (mannsnafn). Sjá (1), og nýja.