neðan fannst í 6 gagnasöfnum

neðan hegðun hans er fyrir neðan allar hellur

neðan forsetning

fyrir neðan eitthvað, neðan við eitthvað

neðan vegarins eru sléttar grundir


Fara í orðabók

Margir hafa ugglaust velt því fyrir sér hvort sé réttara að segja:

Hitinn er fimm gráður fyrir neðan (ofan) frostmark eða
Hitinn er fimm gráður undir (yfir) frostmarki?

Í þessu samhengi virðist hvort tveggja rétt, þ.e. merkingarmunur á fyrir neðan ‘lægra en’ og undir ‘beint undir’ hverfur með stofnorðinu frostmark, hann skiptir ekki máli.

Í öðru samhengi er munurinn hins vegar skýr og aðgreinandi, t.d. í dæmunum:

Konan ber barn undir belti;
Höggið var fyrir neðan belti.

Ef að er gáð má sjá að í dæmunum er vísað til ólíkra sviða (plana). Í fyrra dæminu, bera barn undir belti, er vísað til lárétts sviðs ef svo má segja, merking vísar til þess sem er fram–aftur eða inn–út, en í dæminu höggið er fyrir neðan belti er sviðið lóðrétt, merking vísar til þess sem er upp–niður og af ólíkri vísun leiðir ólíka merkingu: undir ‘beint undir’; fyrir neðan ‘lægra en’. Ef miðað er við kvarða á hitamæli er þá vísunin lóðrétt upp–niður og því væri eðlilegast að nota andstæðurnar fyrir ofan og fyrir neðan 0-markið.
Sá sem þetta ritar hefur í allmörg ár safnað dæmum með stofnorðinu frostmark með tilliti til forsetninga sem notaðar eru með því og er notkunin býsna fjölbreytileg (t.d. neðan við, fyrir ofan, niður/upp fyrir) og margslungin. Af dæmunum má ráða að lítill sem enginn munur sé á orðasamböndunum fyrir neðan frostmark og undir frostmarki, sbr.:

meðalhiti ársins væri 5 stigum fyrir neðan frostmark (Búfr. 1.1.1951, 31);
fyrir neðan frostmark (Andv 1.1.1914, 63);
fyrir neðan frostmark (Lögb 20.2.1902, 6);
var hitamælirinn fyrir neðan frostmark hér í kringum Reykjavík (s19 (TBókm VII, 9));
komst niður á 126. mælistig fyrir neðan núll eða frostpúnt (Lanz I, 92 (1850)).

meðalhiti kaldasta mánaðarins um eða undir frostmarki (Náttfr 1.3.1971, 240);
meðalhiti köldustu mánaðanna tveggja alls staðar undir frostmarki (Náttfr 1.3.1971, 245);
En meðalhiti ... sumstaðar undir frostmarki (Eimr 1.4.1925, 172);
undir frostmarki (Njörður 19.3.1917, 43);
undir frostmarki (Lögb 7.12.1905, 5).

Eins og áður gat telur sá sem þetta ritar að merkingarmunur á dæmunum fyrir neðan frostmark og undir frostmarki sé hverfandi lítill og leggur því dæmin nokkuð að jöfnu. Aðrir kunna að vera ósammála og telja að fyrir neðan frostmark sé eðlilegra mál en undir frostmarki en hvað sem því líður má telja óumdeilanlegt að hér hafi orðið breyting í kerfinu og æskilegt sé að skilja og skýra það sem um ræðir. – Í langflestum tilvikum er málnotkun þó í föstum skorðum hvað varðar stofnorð af þessum toga, t.d. hámark, lágmark, sjávarmál, suðumark, sjólína, yfirborð o.fl.

Það sem hér hefur verið tínt til um andstæðuna fyrir neðan frostmark og undir frostmarki á vitaskuld einnig við um orðasamböndin fyrir ofan frostmark og yfir frostmarki og nokkur önnur hliðstæð orðasambönd.

Til gamans má geta þess að í ensku virðist notkun fs. under og below [below freezing-point] nokkuð á reiki, svipað og undir og fyrir neðan. Um það er fjallað sérstaklega í ‘glugga’ (krækju) í Oxford Advanced Learner’s Dictionary, New Edition 2000: under / below / underneath / beneath (bls. 1410).

Jón G. Friðjónsson, 12.11.2016

Lesa grein í málfarsbanka

neðan
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (dýp)
samheiti undir
[enska] below

neðan ao. ‘upp; um hreyfingu frá lægra stað til efra’; sbr. nno. og sæ. nedan, d. neden (fd. næthæn), fsax. nithana, fhþ. nidana. Leitt af ao. nið(ur) með viðsk. -an(a) sem haft er um hreyfingu frá staðnum, sbr. inn: innan, út: utan; *niþana > neðan (a-hljv.). Sjá niður (4), neðar(r) og nið (1).