ofan fannst í 4 gagnasöfnum

ofan þú skalt taka ofan

ofan atviksorð/forsetning
sem atviksorð

um hreyfingu niður

hann fór upp á loft og er ekki enn kominn ofan


Sjá 2 merkingar í orðabók

ofan forsetning

ofan við eitthvað, fyrir ofan eitthvað

húsið stendur á litlum hól ofan götunnar


Fara í orðabók

Í fornu máli var algengt að ao. kæmi á eftir fs. og er sú orðaröð upphafleg, sbr.:

þola nú eigi hverja skömm á aðra ofan (ÍF VIII, 91);
leggja synd á synd ofan (f13 (Íslhóm 30r5));
á það ofan (Fris 512);
þá er þeir riðu á þig ofan (ÍF XII, 136);
á þetta ofan allt (Fris 512).

Í nútímamáli sér hinnar fornu orðaraðar stað í fjölmörgum föstum orðasamböndum, t.d.: fá áfall á áfall ofan og hlusta á rugl á rugl ofan.

Orðasambandið þar á ofan ‘því til viðbótar’ (< á það ofan) er kunnugt í fornu máli, t.d.:

En Ólafur gaf bónda digran gullhring og þar á ofan það er enn var meira vert (ÓTOdd 51);
og setur þar á ofan höfuð Víðgrips á stöngina (FN I, 380);
gefa mun eg fé til ... og þar á ofan velja yður gjafir (Flat IV, 184);
Nú á það ofan sem áður gerðist meðal okkar lét hann (Fris 542);
En á þetta ofan allt gerði hann (Fris 542);
og á það ofan gerumst eg vottur Guðs (f13 (Íslhóm 51r10)).

Það er algengt í síðari alda máli og vísar þá jafnan til e-s neikvæðs (‘til viðbótar e-u neikvæðu’), t.d.:

Hann er frekur og þar á ofan ósvífinn;
Snorra hafi þótt hlutur Jóns ærið þungur, þótt hann væri eigi þar á ofan gerður lögræningi frænda sinna (m20 (ÁP47, 165));
Hann hafði, eins og menn segja, aldrei stigið í vitið, og þar á ofan skemmt sig á því að neyta svefnlyfja (m19 (Þús III, 153)).

Elstu dæmi úr síðari alda máli um orðasambandið á það ofan eru frá miðri 17. öld:

Þar á ofan kom ei Perlan frá Írlandi heim til Kaupinhafn (JÓlInd 383) og
þar á ofan tóku þeir með sér ferska mjólk (JÓlInd 122).

***

Norska 13. aldar ritið Konungs skuggsjá er fyrir margra hluta sakir merkilegt rit, ekki aðeins að efni til heldur einnig málfarslega. Það er sett fram í formi spurninga og svara, sonur spyr en faðir svarar. Þar er að finna mjög margvíslegar ráðleggingar, m.a. eftirfarandi:

Enn eru þeir hlutir er þú skalt svo varast sem fjanda sjálfan, það er drykkja og tafl, portkonur og þrætur og kast um viðurlögur [‘það sem lagt er undir (við borð)’] því að af þessum grundvöllum timbrast hinar mestu ógiftur [‘á þessum grunni rísa hinar mestu hörmungar (ógæfur)’] og fáir einir munu lengi lastalausir lifa eða glæpa- er eigi varast þessa hluti (Kgs 5 (130) (1260)).

Af klausunni má sjá að þau hafa verið mörg vítin að varast á 13. öld eins og í nútímanum.

Jón G. Friðjónsson, 25.3.2017

Lesa grein í málfarsbanka

ofan ao. ‘niður’; sbr. fær. oman, nno. ovan, sæ. ovan, d. oven-, fe. ufan, fhþ. obana ‘ofan frá, uppi’, sbr. nhþ. oben; myndað með -an(a)-viðsk. af of (3) (s.þ.).