ofsa fannst í 6 gagnasöfnum

ofsa Sagnorð, þátíð ofsaði

ofsi Karlkynsnafnorð

ofsi -nn ofsa ofsa|bræði; ofsa|fenginn

ofsa atviksorð/atviksliður

til áherslu: mjög

bíómyndin var ofsa skemmtileg

hún var ofsa flott á ballinu

hann varð ofsa reiður


Fara í orðabók

ofsi nafnorð karlkyn

ákafi í skapi, skapbræði

það var skyndilegur ofsi í rödd hans


Sjá 2 merkingar í orðabók

ofsi no kk
ofsi no kk (maður ofsafenginn í skapi)

Orðasambandið hopa sér til vansa og ýmsar hliðstæður þess er allvíða að finna, t.d.:

Margur hopar sér til vansa (f19 (GJ 220));
Hygg að með hverjum þú vilt dansa svo þú hoppir ei þér til vansa (s19 (LestÞB 26)).

Sbr. enn fremur:

Oft verður ofsað sér til vansa (AlexFJ 132).

Merking virðist blasa við, þ.e. fsl. til vansa merkir ‘til vanvirðu/vansæmdar’ og merking so. hopa, hoppa og ofsa virðist bein. En hér er þó sem oftar ekki allt sem sýnist. – Frá því er sagt að er skáldjöfrinum Jóni Þorlákssyni frá Bægisá hafi borist til eyrna að honum hefði fæðst launbarn hefði honum orðið á munni:

*Holdið mitt í hægum sess / hopaði sér til vansa, / nú er eg kominn á náðir prests, / nýtt er mér að dansa (JÞorlDán 116).

Hér virðist so. hopa vísa til þess er líkamlegar fýsnir ná yfirhönd svo að skömm hlýst af. Fsl. í hægum sess er tvíræður, hann getur annars vegar vísað til stöðu skáldsins sem prests og hins vegar til augnabliksins, fallsins. Síðasta vísuorðið (nýtt er mér að dansa) vísar beint til so. hopa í merkingunni ‘gefa eftir’ (GJ 220) eða ‘koma fram/hegða sér (skammarlega)’ (LestÞB 26). Að teknu tilliti til þess að tilgreind vísa JÞ er eldri en dæmin úr safni GJ og Lestarbók ÞB hlýtur sá grunur að vakna að yngri dæmin eigi rætur sínar að rekja til vísu JÞ.

Jón G. Friðjónsson, 7.11.2015

Lesa grein í málfarsbanka


No. ofsi (kk.) merkir m.a. ‘ofstopi, skapbræði, mikill ákafi’ og er það algengt í beinni merkingu í fornu máli, t.d.:

þá munu margir menn mæla að þetta sé meir af ofsa mælt en mikilli fyrirhyggju ef þú neitar slíkum manni sem Bolli er (ÍF V, 129).

Eignarfallsmyndin ofsa- er alkunn sem herðandi forskeyti, t.d.:

ofsaakstur, ofsafenginn; ofsakátur; ofsalegur; ofsamenni og ofsarok.

Margar slíkar nýmyndanir má kalla börn síns tíma, þær koma og fara nánast eins og tískufyrirbæri. Sumum kann að þykja lítil reisn yfir tjáningum eins og ofsafínn; ofsalega gaman/flott; ofsaleg kaffidrykkja; ofsalega siðprúður eða ofsalega spennandi en ætla má að það sé hluti af málkennd manna að geta myndað og skilið orð og orðasambönd af þessum toga. Og svo mikið er víst að hliðstæð dæmi eru allgömul, t.d.:
                                                                                                                     
vex honum ábótanum ofsa mikil forvitni á, hveim hætti [‘með hvaða hætti’] er þetta man verða (s13 (Thom 153));
Var mikið hallæri um veturinn og veður ofsa hörð og lágu við hafísar (Laur 77 (1500)) og
vér höfum komið á flótta kristnum mönnum hér innan lands en fengið ofsa fé oss til handa (Elis 20 (1450–1475) (ONP)).

No. rosi (kk.) merkir m.a. ‘regn og óþurrkur; regn- og vindasöm veðrátta’, sbr.:

gengu á stundum rosar miklir, eldingar og reiðarslög (f19 (Klp I, 64));
Rosi merkir óstöðugt veður með stormi og rigningu (s18 (SvPFerð 634 (OHR));
Héldust þá jarðbönn öll jól út með rennudrifi og rosum (s17 (Ann I, 683)) og
Vetur ... regna- og stormasamur með sífelldum rosum (s17 (Ann II, 660)).

Elsta dæmi um. lo. rosalegur með vísun til veðurhorfa er frá síðari hluta 19. aldar:

ef rosalegt þykir útlitið (ms19 (SóknRang 254 (OHR))), sbr. einnig:
Veðrið er enn ákaflega kalt og rosalegt (Bjarki 1902, 30–33 (OHR)).

Í yngri dæmum virðast öll tengsl við upprunann horfin, hin herðandi merking er ein eftir: rosalegur afleikur; rosaleg tíðindi; rosaleg frekja og rosalegur fylliraftur.

Lo. ferlegur merkir ‘tröllslegur, hrikalegur, afar stór; herfilegur, forljótur’ og er fyrri liðurinn fer- skyldur firn (hk.). Þetta er eitt þeirra orða sem notuð eru í fremur víðri, herðandi merkingu, t.d.:

ferleg óheppni; ferleg grein; e-ð er ferlega sárt/kvalafullt og Þetta var alveg fellegt/ferlegt.

Dæmi úr síðari alda máli eru fjölmörg, t.d.:

Var hann hið ferlegasta tröll (m19 (ÞjóðsJÁ II, 473));
uxi þessi ... er hið ferlegasta blótneyti (17 (Munn 79));
*Þá mun alls kyns / auðnan vaxa, / ferlegur auður / og fríðar hnossir (16 (ÓlDavÞul 11)).

Dæmi úr fornu máli eru með samlögun, sbr. Hákonar sögu Hákonarsonar:

Þeir fóru norður allt í Sóknadal til bús þess er átti Ívar í Berudal og gjörðu þar marga felliga hluti, (s15 (AM81 370)) og Valdimars sögu:
fylldist ... felligs fjandskapar (s15 (Vald 73)).

Jón G. Friðjónsson, 29.10.2016

Lesa grein í málfarsbanka

ofsi k. ‘ákafi, ofstopi; hvassviðri, veðrahamur; ofstopamaður; aukn.’; ofsa s. ‘ýkja, sýna af sér yfirgang’; ofs l. † ‘drambsamur’. Sbr. nno. ofse k. ‘ýkjur, ákafi, aftakaveður,…’, fsæ. ofsi og ubsi (rúnar.), nno. ofsa s. ‘ýkja, gorta’, sæ. máll. offsas, uffsast ‘vera drembinn’, nno. ofsen ‘ákafur, flausturslegur,…’, fær. ofsin, opsin ‘ógætinn, blaðurgjarn, lausmáll’, sbr. einnig nno. ofsa, sæ. máll. ofsas ‘stara, gapa af undrun,…’ (síðastnefndu orðin minna þó frekast á op og opinn); ofsi sk. of (1--3) og ofur (2); < *uƀasan-, *ufasan-.