ofur fannst í 4 gagnasöfnum

ofur ofur hæglátur; ofur vel (sjá § 2.2 í Ritreglum)

ofur atviksorð/atviksliður

til áherslu: mjög

hún læddist ofur varlega fram á gang

mér finnst ofur eðlilegt að þér sárni þessi framkoma


Fara í orðabók

1 ofur, †ofr h. ‘mikið magn; háreysti; ýkjur, gort’, sbr. ofur (2) og nno. ov(e)r- og fær. ovur- í sams. Tæpast gamall es/os-stofn < *uƀaz, *uƀiz (sbr. ofsi (< *ufasan-, *uƀasan-) og e.t.v. finn. to. uve’ ‘ágætur, hreykinn’), fremur < *uƀ(a)ra-, *uf(a)ra-, sbr. ofra, ofar og yfir (1). Í samb. til ofurs vísast to. úr d. til overs.


2 ofur, †ofr ao. og forliður sams. ‘mjög’; sbr. fær. ovur- í ovurhugi og nno. ovr- í ov(e)revle. Eiginl. s.o. og ofur (1). Tæpast nýmyndun af of (1--3) með r-endingu frá aftur og viður (2). Sjá of (1--3), ofra og yfir (1).