orðgerðarregla fannst í 1 gagnasafni

orðgerðarregla kv
[Málfræði]
[skilgreining] Innan generatífrar hljóðkerfisfræði hefur verið talað um ORÐGERÐARREGLUR til að kljást við umfremd þegar hljóðkerfisfræði orða er skýrð. Ef einhver hljóðþáttur er umframur er óþarfi að muna hann þegar orðið er sagt og til þess að vita hvaða þættir eru umframir notum við orðgerðarreglur.
[dæmi] Þegar við erum með hljóðanið /þ/ inni í orði þurfum við ekki að muna að það sé raddað þar sem það er alltaf raddað í innstöðu og bakstöðu en ávallt óraddað í framstöðu.
[enska] morpheme-structure rule