sæmilega fannst í 6 gagnasöfnum

sæmilega Atviksorð, stigbreytt

sæmilegur Lýsingarorð

sæmilega

sæmilegur -leg; -legt STIGB -ri, -astur

sæmilega atviksorð/atviksliður

nokkuð vel, þokkalega

sjúklingnum líður sæmilega í dag

bókin er sæmilega skrifuð


Fara í orðabók

sæmilegur lýsingarorð

allgóður (í e-u, að gera e-ð), þokkalega góður, ekki mjög góður eða slæmur

maturinn á veitingastaðnum er svona sæmilegur

er ekki komið sæmilegt veður?

hún telur sig vera sæmilegan hestamann

vera sæmilegur í <stærðfræði>


Fara í orðabók

Af no. sómi er myndað lo. sæmilegur og er grunnmerking þess ‘með/til sóma; sómasamlegur’. Sú merking er einhöfð í fornu máli og helst fram á 17. öld, sbr.:

Hverjum þykja sínir siðir sæmilegir [‘sómasamlegir, ágætir’] (s17 (GÓl 1722));
og var þar görr sæmilegur bær (ÍF IV, 209);
þótti öllum mönnum skylt að velja henni sæmilegar kveðjur (ÍF IV, 207);
Síðan reið hann ofan í Dal og var hvor tveggja leystur út með sæmilegum gjöfum (ÍF XII, 230 (1330–1370));
Þú munt gjaforð fá hér á Grænlandi það er sæmilegast er þó að þér verði það eigi til langæðar því að vegar þínir liggja út til Íslands (Hsb 431).

Í nútímamáli mun merkingin ‘þokkalegur; skammlaus’ einhöfð en elstu dæmi um þá merkingu eru frá 18. öld, sbr.:
           
Skáksveitin náði sæmilegum árangri;
Reiðing[s]rista sæmileg og gefur ábúandi eða leggur af við aðra nokkra reiðinga fyrir aðra greiðasemi sem því sambýður [‘samsvarar’] (f18 (Jarðab X, 303)). 

Merking ao. sæmilega hefur breyst á svipaðan hátt, þ.e.:

‘með sóma; sómasamlega’:
var höllin sæmilega skipuð (Klm 60);
að þér takið við honum sæmilega (Sturl II, 111);
og skal eg svo fé til leggja að yður þyki sæmilega ef þér viljið þetta mál að álitum gera (ÍF XII, 241 (1330–1370));
Tóku þeir við honum sæmilega sem skylt var (Sv 53 (1300)).

‘þokkalega’:
munu kýrnar þínar ... þrífast sæmilega (m19 (ÞjóðsJÁ2 III, I, 17);
enda gæti þetta verið einmitt kostur en enginn ókostur ef öllum skólunum væri þó sæmilega stjórnað, eða betur en í meðallagi (NF IX, 88 (1849));
Úthagarnir eru bæði miklir og sæmilega grösugir (f18 (Jarðab XI, 27)).

Í Orðabók Björns Halldórssonar frá síðari hluta 18. aldar er aðeins eldri merkingin tilgreind: Sæmilegr, honetus, decens, anstændig, sømmelig og Sæmilega, decenter, sømmeligen.

Hvers kyns slangur og slettur eru hluti af eðlilegri málnotkun. Flest af þeim toga er notað við sérstakar aðstæður og margt af því sem fram kemur hverfur í gleymskunnar dá. Ég vandist t.d. við fjölmörg tökuorð úr dönsku, t.d. skúffaður, skúffelsi og fornemaður en þessi og fjölmörg önnur slík orð heyri ég núorðið nánast aldrei. Nýlega sá ég í skýringartexta með erlendri mynd sem sýnd var í sjónvarpinu (12.3.18) orðið nojaður (< e. annoyed) í merkingunni ‘argur, pirraður’. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða ávinningur geti verið að því að nota þetta orðskrípi í venjulegum texta – meira að segja í ríkissjónvarpinu. –  Góðviljaður lesandi benti mér á að sá sem væri nojaður væri trúlega haldinn paranoju ‘ofsóknaræði’ eða noju. Þetta er ugglaust rétt en orðið er naumast betra fyrir því.

***

Ónefndur þjáningarbróðir minn í líkamsræktinni skellti þar nýlega á mig spakmæli:

Peningar eru sem mykja, til afar lítils gagns nema úr þeim sé dreift, annars brenna (svíða) þeir undirlagið.

Ég vildi vita hvaðan þetta væri komið en ekki hafði hann það á hraðbergi en kvaðst skyldu kanna málið. Og nú er komin ágæt skýring. Þetta mun vera eftir Francis Bacon:

Money is like manure, of very little use except it be spread.

Viðbótin (annars ...) er frá þjáningarbróður mínum sem telur jafnframt víst að margur sé brunabletturinn í heimi hér.       

Jón G. Friðjónsson, 13.4.2018

Lesa grein í málfarsbanka

nógu góður
[Læknisfræði]
samheiti sæmilegur
[latína] satis bonus