sígandi fannst í 5 gagnasöfnum

síga seig, sigum, sigið þótt þetta sígi/sigi niður (sjá § 5.4 § 8.6.1 í Ritreglum)

sígandi sígandi lukka er best

síga sagnorð

mjakast niður, fara hægt og hægt niður

hún lét sjónaukann síga hægt

lyftan seig niður og stöðvaðist

höfuð hans seig niður á bringu

vatnið sígur niður í jarðveginn

loftið hefur sigið úr dekkinu

gólfið hefur sigið í miðjunni

síga saman

fara í kaðli niður í fuglabjarg eftir eggjum

síga í bjarg

fara í kaðli niður í fuglabjarg eftir eggjum


Sjá 5 merkingar í orðabók

sígandi atviksorð/atviksliður

hægt og sígandi

hægt og hægt, smátt og smátt


Fara í orðabók

Ekki er hægt að tala um að eitthvað „sígi upp á við“, t.d. vextir. Sögnin síga á annaðhvort við hreyfingu niður á við eða áfram.

Lesa grein í málfarsbanka


Sagt er sígandi lukka, ekki „stígandi lukka“. Sígandi lukka er best.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðatiltækið síga eins og skarn fyrir bakka merkir ‘fara (mjög) hægt’. Það er kunnugt frá síðari hluta 17. aldar:

Hann sígur eins og skarn fyrir bakka (GÓl 1426).

Skarn mun hér merkja ‘húsdýraáburður (tað, mykja)’ og líkingin vísar trúlega til reynslu þess sem umgengst skepnur, hún er sprottin úr íslensku bændasamfélagi. Ætla má að það sé jafnan tilviljun háð hvenær orð og orðatiltæki rata fyrst á bók, bókfell eða blað og ferillinn eða lífshlaupið er oft á huldu. Í þessu tilviki er elsta dæmið jafnframt hið eina en það segir ekki alla söguna, margt getur varðveist í munnlegri geymd sem skýtur upp kolli er minnst varir. Eftirfarandi dæmi er fengið úr verki Guðmundar G. Hagalíns, Sturlu í Vogum, og virðist það af sama meiði:

En sá sem hefur á yngri árum verið eins og taðköggull að síga fyrir bakka hann verður nú kannski ekki eins og leiftur í ellinni (f20 (GHagSt 93)).

Jón G. Friðjónsson, 4.4.2015

Lesa grein í málfarsbanka

síga
[Læknisfræði]
samheiti falla fram
[enska] prolapse

síga (st.)s. ‘lækka, hníga; þokast fram,…’; sbr. fær. síga, nno. og sæ. máll. siga, gd. og d. máll. sige ‘drjúpa, lækka’, fe. sīgan, mlþ. sîgen, fsax. og fhþ. sīgan. Sbr. og fsl. sĭcati ‘drjúpa, leka, míga’, gr. (h)ikmás ‘raki’, fi. siñcáti, sécati ‘hellir út’ og e.t.v. gall. Sēquana s.s. Signa (árh.) og lat. siccus ‘þurr’ (eiginl. siginn burt (um vætu)). Germ. *sē̆g- í síga virðist víxlast við *sē̆h- í sía samkv. Vernerslögmáli. Sjá seigur, sig (1), siga (1), sigi, Sigmin og signa~(2).