söguaðferð fannst í 1 gagnasafni

söguaðferð kv
[Menntunarfræði]
[skilgreining] Kennsluaðferð sem byggist á því að sett er á svið eða mótuð atburðarás með virkri þátttöku nemenda. Nemendur móta persónur og setja sig í þeirra spor. Sagan er sett á svið og unnið með hana með ýmsum hætti, gjarnan þannig að viðfangsefni er tengt mörgum námsgreinum.
[skýring] Sagan getur verið úr raunveruleikanum eða ævintýri eftir því sem markmið og námsefni gefa tilefni til. Oft þurfa nemendur að setja sig í spor fjölskyldna eða sögupersóna sem standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum.
[enska] storyline method