sökum fannst í 7 gagnasöfnum

saka Sagnorð, þátíð sakaði

sök Kvenkynsnafnorð

saka sakaði, sakað

sök -in sakar; sakir sakar|gift; saka|vottorð

sökum sökum þess að hann kom

saka sagnorð

ásaka (e-n), segja að e-r hafi gert e-ð

saka <hana> um <þjófnað>


Sjá 2 merkingar í orðabók

sök nafnorð kvenkyn

það að vera sekur, afbrot, misgerð, sekt

hafa það til saka unnið að <segja sannleikann>

gefa <honum> upp sakir

vera sýkn saka

gera upp sakirnar við <hana>

taka á sig sökina

eiga sök á <þessu>

hafa <hana> fyrir rangri sök


Sjá 3 merkingar í orðabók

sökum forsetning

um orsök/ástæðu: vegna, sakir

ferð skipsins féll niður sökum vélarbilunar

framkvæmdir við bygginguna hafa stöðvast sökum fjárskorts


Fara í orðabók

sök no kvk (það að vera sekur, afbrot)
sök no kvk (ákæra)
sök no kvk (málefni)
sök no kvk (ástæða, orsök)

Talað er um að saka einhvern um eitthvað. Hún er sökuð um að hafa brotið af sér.

Lesa grein í málfarsbanka


Talað er um að sanna á einhvern sök, síður að „sanna einhvern að sök“.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er með farið að segja að vera undir sömu sök seldur en það merkir: vera eins, bera sömu sök (Íslensk orðabók).

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin saka getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Hana sakaði ekki. Sögnin getur líka verið persónuleg. Hún sakaði hann um svik.

Lesa grein í málfarsbanka


No. sök (ef.et. sakar; nf.flt. sakar > sakir) er algengt í elsta máli og síðari alda máli í beinni (orðfræðilegri) merkingu, t.d.:

bera sök á e-n; gefa e-m e-ð að sök; játa/neita sök; þungar sakir o.s.frv.

Þegar í elsta máli er sök algeng í ýmsum föstum orðasamböndum (um stundar sakir > stundarsakir; fyrir siða sakir > siðasakir) og forsetningarliðum (fyrir sakar e-s > fyrir sakir e-s), t.d.:

fyrir sakir lífláts föður síns;
fyrir margra/allra hluta sakir;
fyrir aldurs sakir.

Við brottfall fs. fyrir á 13. öld glatar stofnorðið orðfræðilegri merkingu en fær þess í stað hlutverksmerkingu, þ.e. til verður ný forsetning sakir e-s, t.d.:

Öllu flugi er frestað sakir veðurs;
Lítil eða ekkert mun hann hafa greitt mér í kaup enda naumast fær um það sakir fátæktar;
honum tókst ekki að ljúka verkefninu sakir tímaskorts;
komast ekki í sumarleyfi sakir anna;
En sakir þessarar rökleiðslu í huga mínum hætti ég við að leggja hana fyrir hann.

Þess má geta að elsta mynd nf.flt. sakar kemur víða fyrir í fornu máli, t.d.:

sakar hans hafði hún týnt allri sæmd sinni (s13 (Str79, 184));
fyrir hræðslu sakar (Fóstbr. 23.k.).

Forsetningin sökum er einnig upprunalega forsetningarliður, þ.e. annars vegar af sökum e-s > sökum e-s og hins vegar fyrir sökum e-s > sökum e-s, t.d.:

af lítillætis sökum > sökum lítillætis;
fyrir elli sökum (ÍF IX, 96) > sökum elli;
fyrir frændsemis sökum (Jvs 19) > sökum frændsemi.

Elsta dæmi um breytinguna fyrir/af sökum > sökum er frá upphafi 14. aldar:

og sökum þess að eg varð yfirunninn af sterkum bardagamönnum, þá bið eg (FN III, 83 (1300–1325)).

Loks má geta þess að frá 16. öld eru dæmi um samtenginguna sökum þess að (‘af því að, vegna þess að’):

Vildu lögmenn og lögréttumenn ekkert dæma sökum [þess að] lögmanns úrskurður var áður á málið kominn (Alþ I, 72 (1571)).

Jón G. Friðjónsson, 23.5.2015

Lesa grein í málfarsbanka


Munurinn á persónulegum sögnum og ópersónulegum er einkum sá að hinar fyrrnefndu krefjast geranda sem jafnframt er fumlag, t.d.:

Hún grunar/Þær gruna þá um þjófnað.

Með ópersl. sögnum er enginn gerandi, t.d.:

Hana/Þær grunar að þeir séu þjófar.

Með persl. sögnum sambeygist sögn frumlagi í tölu en tala frumlagsígildis með ópersl. sögnum hefur engin áhrif á tölu umsagnar. Meginmunurinn á persl. sögnum og ópersl. er þó merking, hinar síðarnefndu vísa oft til hugarástands eða afstöðu (finnast, þykja, líka, sýnast).

Þess eru mörg dæmi að persl. sögn verði ópersónuleg. Í Bárðar sögu stendur t.d.:

þá gátu þeir hvergi hrært sig og blöskruðu [‘depluðu’] augunum (ÍF XIII, 167).

Og í Tveggja postula sögu má lesa:

hann horfir rétt hið gegnsta og hið beinasta móti henni [sólinni] og blöskrar ekki (m14 (Pst 636));
svo að þeir blöskri eigi (m14 (Pst 636)).

Hér er so. blöskra notuð persónulega í merkingunni ‘depla (augunum)’. Í nútímamáli er blöskra hins vegar nánast ávallt notuð ópersónulega (e-m blöskrar e-ð) og blasir merkingarþróunin við:

‘depla augunum’ > ‘†e-m bregður; kjarkur bilar’ > ‘e-ð vekur hneykslun e-s’.

Í Þórðar sögu kakala má sjá dæmi um ópersónulega notkun:

Lagðist Þórður þá niður opinn [‘á bakið, upp í loft’] og bað þá hyggja að hvort honum blöskraði [‘honum brygði, hann missti kjarkinn’] nokkuð (Sturl II, 40).

Með nokkrum ópersl. sögnum stendur frumlagsígildi í þf. (mig langar, hana grunar) en langflestar taka þær með sér frumlagsígildi í þgf. (henni mislíkar, honum finnst) og þeirrar tilhneigingar gætir talsvert að nota þgf. í stað þf. og er þá talað um þágufallshneigð eða þágufallssýki. Talið hefur verið að þetta fyrirbrigði verði algengt um miðja 19. öld og það hefur jafnvel verið talið staðbundið. Með vísun til þess sem sagt var um merkingareinkenni sagna og til dæmanna um breytta merkingu og notkun má ljóst vera að munurinn á persónulegum og ópersónulegum sögnum liggur í málkerfinu sjálfu. Jafnframt er það svo að finna má dæmi um ‘þágufallshneigð’ þegar í fornu máli, t.d.:

eg skal fá öxar Sveini syni hans svo að hann skal eigi skorta (ÓH 612 (1250–1300));
En allt það er honum skortir í um vættin (Grgk I, 242 (1250)) = (GrgSt 92 (1260)).

Hin svo kallaða Reykjahólabók frá fyrsta þriðjungi 16. aldar (heilagra manna sögur í þýðingu Björns Þorleifssonar) er fyrir margra hluta sakir afar merkileg heimild um íslenskt mál síns tíma og íslenska málsögu. Í henni er að finna nokkur dæmi um þágufallshneigð, t.d.:

þeim langaði ekki til áts né drykkjar (Reyk II, 350);
og er þeir höfðu barið hann sem þeim lysti (Reyk II, 132);
svo að honum sakaði ekki (Reyk II, 134);
svo að honum vantar engan hlut (Reyk II, 42);
honum þraut aldreigi nokkurs hlutar andsvara (Reyk II, 171).

Þurfum vér frekar vitnanna við?

Jón G. Friðjónsson, 19.12.2015

Lesa grein í málfarsbanka

ábyrgð kv
[Stjórnmálafræði]
samheiti byrði, skaðabótaskylda, sök, veik hlið
[enska] liability

saka
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Ásaka, ákæra (vera sakaður um e-ð, saka e-n um e-ð).

saka s. ‘ásaka; skaða, skadda,…’; sbr. fær., nno. og fsæ. saka, gd. sage í svipaðri merkingu. So. er leidd af sök; s.þ. og saki.


sakir, sökum fs. ‘vegna (þess)’, eiginl. ft.-fallmyndir af sök.


sök, †so̢k kv. ‘misgerð; orsök; ákæra; sekt; málefni; skaði; †deila, bardagi’; sbr. fær. søk kv. ‘deilumál; ákæra; sekt; ástæða; málefni’, nno. sak kv. ‘málsókn; orsök; málefni,…’, sæ. sak, d. sag ‘málefni, málsókn,…’; sbr. og fe. sacu kv. ‘ofsókn, deila, stríð, málaferli’ (ne. sake), fsax. saka, mlþ. sake, fhþ. sahha ‘deila, málaferli; málefni, hlutur, ástæða’, sbr. nhþ. sache ‘málefni, hlutur,…’; sök < *sakō, sbr. gotn. sakjo ‘deila’ (með j-viðsk.) og gotn. sakan (st.s.) ‘ákæra’, fe. sacan, fhþ. sahhan ‘deila’, af ie. *sāg-, *sǝg- ‘elta, leita’, sbr. sækja, sókn. Af sök er leitt lo. sökóttur og sekur og so. saka (s.þ.).


sökum fs. Sjá sakir.