sýknt fannst í 6 gagnasöfnum

sýkn sýkn; sýknt sýkn saka; sýknt og heilagt

sýkn lýsingarorð

saklaus af afbroti

vera sýkn saka

dæma <hana> sýkna saka


Fara í orðabók

sýknt atviksorð/atviksliður
Fara í orðabók

Orðið í orðasambandinu sýknt og heilagt er hvorugkyn lýsingarorðsins sýkn.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið sýknt í orðasambandinu sýknt og heilagt er hvorugkyn lýsingarorðsins sýkn.

Lesa grein í málfarsbanka

1 sýkn, †sykn l. ‘saklaus, án sakar (fyrir dómi)’; sbr. gotn. swikns ‘án sakar, óflekkaður, hreinlífur’; sýkna, †sykn kv. ‘sakleysi,…’, sbr. fe. swicn kv., geswicn kv. ‘sýknun, sýknudómur’; af lo. sýkn er einnig leidd so. sýkna ‘dæma, telja e-n saklausan’, sbr. fe. geswicnan ‘hreinsa sig af e-i ákæru’. Óvíst er hvort norr. sykn í samb. sykn dagur ‘rúmhelgur dagur’ er af þessum toga, ɔ s.o. og sykn ‘saklaus’ (dagur sem saklaust er að vinna á), sbr. nno. sykn(e) kv. ‘rúmhelgir dagar’, fsæ. sykn, sökn ‘rúmhelgur’, nsæ. söckendaghelg och söcken) og d. søgnedag. Sjá sýkn (2) og sækn. Frekari ættfærsla á lo. sýkn ‘saklaus’ með öllu óviss. Giskað hefur verið á sams. *su-ikna- þar sem forliðurinn *su- svaraði til fi. su-, gr. (h)ý- ‘góður, vel’, sbr. gr. (h)ygié̄s ‘heilbrigður’ og ísl. súsvört (s.þ.), og viðliðurinn *-ikna- ætti skylt við gr. (h)agnós, (h)ágios ‘helgur, hreinn’. Lítt sennilegt.


2 sýkn, sykn, sækn, sýgn l. í samb. sýkn dagur † ‘dagur þegar (vinna og) málsókn má fara fram, andr. helgur dagur’, sbr. físl. (fnorr.) sykn (sýkn) dagr, nno. sykn(e) kv. ‘rúmhelgi’, sæ. söcken, söckendag og d. søgnedag ‘rúmhelgur dagur’. Sumir telja að sykn, sýkn í þessu samb. sé s.o. og sýkn ‘saklaus’, aðrir að lo. sýkn sé víxlmynd við sækn (sœkn) < *sōknia- og leitt af sókn (um víxlan œ: ý sbr. ýki < *œki og ýg(u)r < œgr). Víxlmyndir með ý bæði af sykn ‘saklaus’ og sykn ‘rúmhelgur’ gætu e.t.v. bent til blöndunar af þessu tagi. Ath. sýkn (1) og sókn og sækn.


3 sýkn kv. (v.l. sókn) (17. öld) ‘löngun, ásókn, eftirlöngun’. Uppruni óljós og óvíst um stofnsérhljóð (ý eða í); sýkn e.t.v. < *sækn (sbr. gotn. sokeins) af sækja eða úr *sókn með ý frá sýki. Ef stofnsérhljóðið væri í gæti orðið hugsanlega átt skylt við sík (2), sbr. sæ. máll. sikjen ‘ákafur, mjög iðinn,…’. Ath. sík (2), síkn kv. og sínk.