samanbera fannst í 1 gagnasafni

Sögnin samanbera er eingöngu notuð í boðhætti, samanber (skammstafað sbr.). Hún stýrir ávallt þolfalli. Frásögn Gunnars er í öllum atriðum rétt, sbr. söguna sem Jón sagði mér í gær. Oft er orðið á eftir samanber í nefnifalli en þá er undanskilið eitthvert orð í þolfalli. Dæmi: Nafnorðið faðir er föður í eignarfalli, sbr. föðurarfur. Hér er hægt að ímynda sér að orðið í þolfalli sem er undanskilið sé nafnorðið eða einfaldlega orðið.

Lesa grein í málfarsbanka