sex fannst í 4 gagnasöfnum

sex 1 -ið sex; sex sexin voru tekin úr spilunum

sex 2 hún keypti sex bækur

sex töluorð

talan 6

þetta er <maður> sem segir sex

það er mikill kraftur í þessum manni


Fara í orðabók

1 sex to. ‘6 (í tölustöfum), (no.) nafn á sex-doppuðu spili’; sbr. fær., nno. og d. seks, sæ. sex (fd. sæx, siæx, siax, fsæ. sæx, siæx), fe. siex, six (ne. six), fsax. og fhþ. sehs (nhþ. sechs) og gotn. saihs; sbr. ennfremur lat. sex, gr. (h)éx, fír. , fi. ṣáṣ-, einnig lith. šešì kv. og fsl. šestĭ kv. no. (sem svara til sétt (s.þ.)); sex < ie. *seḱs, *(s)u̯eḱs; óvíst er um ættartengsl við so. vaxa (ɔ viðbótartala á hinni hendinni eftir að taldir höfðu verið fimm (fingur) á annarri; upphafs-s-ið frá sjö). Af sex er leitt to. sextán ‘16 (í tölustöfum)’, sbr. fær. og nno. sekstan, sæ. sexton, d. seksten, fe. siextiene, ne. sixteen, fhþ. sehs-zehan (nhþ. sechzehn), gotn. *saihstaihun, forliður er to. sex og viðliður *-tē̆han, *-tehun víxlmynd við tigur og tíu (s.þ.). Af svipaðri gerð er to. sextíu, †sextigi, †sextigu ‘60 (í tölustöfum)’, fær., nno. (og d.) seksti, sæ. sextio, fe. siextig, nhþ. sechzig; sextíu < sex tigi(r), sbr. gotn. saihs tigjus, sbr. tigur, tugur. Af sex er og leitt lo. sextugur, †sextigr ‘sextíu ára gamall; sextíu faðma hár eða djúpur’. Sjá sexa, sexti, sétt og sjötti.


2 sex h. (nísl.) ‘kynlíf, kynþokki’. To., líkl. úr e. sex, ættað úr lat. sexus ‘kynhvöt, æxlunarhvöt; kynferði’; upphafl. merk. e.t.v. kyngreining, kyndeild, tengt secāre ‘skera, skipta í sundur’.