sinugambur fannst í 1 gagnasafni

1 gambur h. ‘gort, þvaður, kátína, gaman; rok, hvassviðri’. Orðið kemur einnig fyrir í samsetn. sbr. sinugambur ‘sinuborið hey (stórgert og laust í sér)’, gamburmosi ‘sérstök mosategund, grámosi (grófgerður og gljúpur)’. Af gambur er leidd so. gambra ‘gaspra, gorta, hreykja sér, skrafa, gera að gamni sínu’; Gambra kv. tröllkonuheiti. Orðið á tæpast skylt við gabb eða gana (Jan de Vries), en er efalítið í ætt við gaman og á í öndverðu við montarlegt (gáskakennt) látæði fremur en gaspur eða raup, sbr. mhþ. gampen ‘hoppa, stökkva’, gampel-man, gumpel-man ‘galgopi’, gampelspil, gumpelspil ‘skrípaleikur’, gumpen ‘hoppa’, þ. gimpel ‘kjáni’ (< *gamb-, *gumb-, *gemb-). Sjá gimbing, gymbing, gumar(r), gumbull og gymbill.