sirnulega fannst í 1 gagnasafni

1 sirna, sírna kv. (18. öld) ‘ofsvefn, svefnsýki; svefnpurka, dauðyfli’; sirnulegur l. ‘dauðyflislegur, silalegur’. Stofnsérhljóð ekki öruggt og ættfærsla því óviss. Hugsanlega sk. Sírnir fornt nafn á jötni og þá e.t.v. í ætt við seinn og síður (1), sbr. lat. sērus ‘seinn’, fír. sír ‘langstæður’, bret. hir ‘langur’. Blöndun við merkingarskylt og hljóðlíkt orð af öðrum toga kemur þó til greina, sbr. að sirnulegur merkir líka ‘syrjóttur’ og virðist í þeirri merk. a.m.k. leitt af syrna ‘syrja’; s.þ. og syrnukirnast.