skýrar fannst í 7 gagnasöfnum

skýr Lýsingarorð

skýrt Atviksorð, stigbreytt

skýr skýr; skýrt hann talar skýrt STIGB skýrari/skýrri, skýrastur/skýrstur (sjá § 6.5 í Ritreglum)

skýr lýsingarorð

greinilegur

menn verða að gera skýran greinarmun á þessu tvennu

bréfið er skrifað með skýrri rithönd

bókin sýnir efnið í skýru ljósi

<þetta er ritað> skýrum stöfum


Sjá 2 merkingar í orðabók

skýrt atviksorð/atviksliður

á skýran hátt, greinilega

fyrirlesarinn talaði hátt og skýrt

hugsa skýrt


Fara í orðabók

skýr lo (greinilegur)
skýr lo (greindur, glöggur)

skýrt lo hvk
skýrt ao
kveða skýrt að orði
kveða skýrt á
hugsa skýrt
skýrt og skorinort
segja <þetta> skýrt og skorinort

Ekki er sama hvort ritað er skír eða skýr.
1) Skír er lýsingarorð sem merkir: hreinn, tær (sbr. heiðskír og skírdagur).
2) Skýr er lýsingarorð sem merkir: a) greinilegur, augljós (sbr. skýr skilaboð og tala skýrt); b) greindur, vel gefinn (sbr. hann er óvenjuskýr eftir aldri).

Lesa grein í málfarsbanka

skýr
[Læknisfræði]
samheiti auðskilinn
[enska] lucid

skýr
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] explicit

skýr, †skýrr l. ‘greinilegur, augljós; greindur, glöggur’; lo. sýnist ekki eiga sér samsvörun í hinum germ. málunum. Af því er leidd so. skýra ‘útlista; greina frá’, sbr. fær. skýra (s.m.), og af so. skýra skýring kv. ‘útlistun, túlkun’. Uppruni ekki fullljós, en tæpast af sama toga og skír ‘hreinn’ með síðar tilkominni sérhljóðskringingu. E.t.v. sk. skyn, skyggn, skái (1) og skoða, og skýr þá < *skeu-r-ia- eða *skeu-ri-.