skeptifletta fannst í 1 gagnasafni

flettugrjót h., nísl. flettigrjót h. ‘flögusteinn’; skeptifletta, flettiskepta kv. ‘kastvopn,…’. Oftast talið sk. nno. flint ‘tréflaski, flögusteinn’, d. flint ‘steinflaga’, sem vísast eru to. úr þ., sbr. mlþ. vlint(sten) ‘flögusteinn, tinna’. Orð þessi eru oftast tengd gr. plínthos ‘tigulsteinn’ (< *pli-n-thos) sem vafasamt er að sé af ie. uppruna. Eins líklegt er að germ. orðin séu af germ. *flen-t-, *flan-t-, sbr. holl. flenter, frísn. flanter ‘flaski’, og nno. flindre kv. ‘steinflaga, flís’, þ. máll. flander ‘þunn flaga, pjatla’ (með öðru rótartannhljóði). E.t.v. rótsk. fjöl (1), flasa, fleinn og flís.