skrýtilega fannst í 5 gagnasöfnum

skrýtilega

skrýtilegur -leg; -legt STIGB -ri, -astur

skrýtilega atviksorð/atviksliður

einkennilega, furðulega

þetta hljómar kannski skrýtilega í þínum eyrum


Fara í orðabók

skrýtilegur lýsingarorð

einkennilegur, furðulegur


Fara í orðabók

skrýtinn l. (17. öld) ‘spaugilegur, skemmtilegur; kynlegur, undarlegur’; skrýtilegur l. ‘kátlegur, einkennilegur’; skrýtilyrði h. ‘spaugsyrði, gamanyrði’; skrýtla kv. ‘örstutt gamansaga eða skemmtifrásögn’. Uppruni ekki fullljós og ekki víst um upphaflegt stofnsérhljóð (í eða ý). Orð þessi hafa verið tengd við nno. skryten ‘magur, beinaber, korkulegur, ófríður í andliti,…’ og sæ. máll. skryten ‘magur’, skruten ‘hrörlegur af elli’, sbr. og nno. skryte h. ‘uppþornað, fúið tré; beinaber og hrörleg manneskja’. Skýring þessi kemur ekki vel heim við merkingarblæ ísl. orðanna. P. Persson (1891:166;221) tengdi lo. skrítinn (sem hann taldi að hefði í í stofni) við gr. askarízō ‘stekk, sprikla’ og þ. scherz ‘gaman’, sbr. ísl. skart (1) (s.þ.). Eins mætti hugsa sér tengsl við lith. skridinė̕ti ‘fljúga í hringi (um fugla)’ (eiginl. iterativmyndun af skrìsti (skreũda, skrìdo) ‘fljúga’), skraidùs ‘fljótur’, lettn. skraidelêt ‘hlaupa um’ (líkl. sömu ættar); sbr. skríða og skreitur (ie. *skrei-, *skrei-t-, *skrei-d- ‘sveigja, hreyfast (í boga)’). Annars er ættfærsla þessarar orðsiftar óviss, með því ekki er vitað um upphaflegt stofnsérhljóð.