smá fannst í 7 gagnasöfnum

smá Sagnorð, þátíð smáði

smár Lýsingarorð

smár smá; smátt STIGB smærri, smæstur

smá lýsingarorð/atviksorð

dálítill, svolítill

geturðu gefið mér smá eplasafa?

hann gat gert við bílinn með smá aðstoð

ekkert smá

ekki lítið


Fara í orðabók

smá sagnorð

fallstjórn: þolfall


gamalt

sýna (e-m) óvirðingu, lítillækka (e-n)


Fara í orðabók

smár lýsingarorð

lítill

drengurinn er smár vexti

smáar kartöflur

smátt grjót

hann gleymdi að lesa smáa letrið

húsin eru smærri í miðbænum

smæstu lífverur sjást ekki með berum augum


Fara í orðabók

smár lo
smár lo (lítilmannlegur)
það ríður smáu <þótt-S>
<allt> gengur smáum fetum
<glasið> brotnar í smátt
í smáu og stóru
líta smáum augum á <hann, hana>
Sjá 7 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Stofn lýsingarorðsins smár, þ.e. smá, er notaður sem forskeyti með fjölmörgum nafnorðum, lýsingarorðum, lýsingarháttum og sögnum: smábarn, smáaurar, smástingur, smástund, smáfríður, smámæltur, smáskrýtinn, smábatna, smáversna o.fl.

Lesa grein í málfarsbanka

smár
[Læknisfræði]
samheiti lítill
[latína] parvus

1 smá s. ‘óvirða, lítilsvirða,…’; sbr. fær. smáa ‘ásaka’, ffrísn. smāia, fhþ. smāhen ‘minnka’, d. forsmå < mlþ. vorsmān ‘hæða’. Líkl. < *smāh(ē)n, < *smēhēn (fremur en *smāh(ō)n) < *smēhōn, leitt af lo. smár (s.þ.). Af so. smá er leitt no. smán kv. ‘skömm; ódæði; smáræði,…’ og af smán so. smána ‘óvirða, skamma’; nno. so. småna og sæ. máll. smånas sýnast hinsvegar myndaðar beint af lo. smár. Sjá smá- (2), smáki, smár, -smátt, smáttka, smátta, smæð, smækka, smælingi, smætta(st).


2 smá- forliður í sams. eins og t.d. smábarn, smámunir o.fl.; sbr. fær. smá-, nno., sæ. og d. små-; af lo. smár (s.þ.).


smár l. ‘lítill, grannur,…’; sbr. fær. smáur, nno., sæ. og d. små; < *smāha- < *smēha-, sbr. mhþ. smǣhe, fhþ. smāhi ‘lítill, vesall’ < *smēhia-, sbr. og mlþ. smāginge ‘smánun’ (Vernersvíxlan). Germ. *smēh-, *smēg- líkl. < ie. *smē(i)-k-, af *smē- ‘mylja í sundur’, sbr. *smē-i-k- í gr. smīkrós, mīkrós ‘lítill, stuttur’, lat. mīca ‘moli’. Ísl. smælig(u)r og smælingi sem og nno. smæl h. ‘e-ð smátt’ benda einnig til gamals ia-st. af smár í norr. Hugsanlegt er að smár, smali og fleiri orð skyldrar merkingar séu leidd af ie. *sem- ‘mylja,…’ í sandur (s.þ.). Sjá smá (1 og 2), smán, -smátt, smátta, smáttka, smæð, smækka, smælig(u)r, smælingi, smæt(t)la, smætta(st); ath. smári (2).