spari fannst í 6 gagnasöfnum

spar Lýsingarorð

spara Sagnorð, þátíð sparaði

spar spör; spart hún var spör á lofið STIGB -ari, -astur

spara sparaði, sparað

spari skórnir voru til spari

spar lýsingarorð

sparsamur

hann er spar á peninga þótt hann hafi góðar tekjur

vera spar á <hrósið>

hrósa lítið


Fara í orðabók

spara sagnorð

fallstjórn: þágufall + þolfall

geyma (peninga) til seinni tíma

hann sparar alla peninga sem hann eignast

ég er að spara fyrir nýjum bíl

rafræn innkaup spara þér tíma og fyrirhöfn

það er ekkert til sparað

það er ekkert sparað


Sjá 2 merkingar í orðabók

spari atviksorð/atviksliður

á tyllidögum, við hátíðleg tækifæri

þessa postulínsbolla nota ég bara spari

hún klæðist pilsi bæði hversdags og spari


Fara í orðabók

spar lo

spara so
<þetta> sparar <manni> <fyrirhöfn, ómak>
það er ekkert til sparað
það er engu til sparað
spari mig guð

spari ao

Ekki er hægt að tala um að „spara eyðslu“. Draga úr eyðslu væri nær lagi. Hins vegar er hægt að spara peninga, bensín, orku o.s.frv.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja: vera spar á eitthvað. Hann hefur ávallt verið spar á hrósyrðin.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja það var ekkert til sparað.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið fara hjá sér merkir í fornu máli ‘fara einförum/einn’, sbr. Eyrbyggja sögu:

Sýndist mönnum þann veg [‘þannig’] helst sem hann myndi leikinn [‘hafa orðið fyrir gjörningum (töfrum)’] því að hann fór hjá sér og talaði við sjálfan sig (ÍF IV, 146).

Í síðari alda máli og nútímamáli merkir orðasambandið ‘verða skrýtinn, feiminn’, sbr.:

setja þá í mestu forundran og láta þá verða svo sem hjá sér (f18 (Klím 56)).

Orðasambandið vera ekki með sjálfum sér merkir ‘vera ekki eins og maður á að sér; vera ekki með réttu ráði’ og eru kunn mörg önnur orðasambönd svipaðrar merkingar, t.d.:

Ferðamennirnir voru frá sér numdir (af hrifningu) (†‘utan líkamans’ > ‘ekki með sjálfum sér’);
voru frá sér numdir yfir máli hans (Norðf II, 104 (1849)).

Orðasambandið vera utan við sig merkir ‘vera ekki með sjálfum sér; vera annars hugar’, sbr. viðutan, lo.ób. Dæmi:

virtist hann vera allmjög utan við sig og úti á þekju (f20 (HÞor 308));
allur varð hann á sönsum fyrir utan sig og hrörlegur (s19 (Fylgsn II, 409));
tók Kristín fásinnu mikla og óeirð og var sem utan við sig (m19 (ÞjóðsJÁ I, 341));
Ég var eins og utan við mig (s18 (Kvöld I, 32)).

Svipað orðafar er algengt í fornu máli, t.d.:

En eigi að síður verður hver með sjálfum sér lengst að fara [‘hver hefur sjálfan sig lengst sem förunaut; langvinn er glíma manns við sjálfan sig’] (ÍF VI, 49);
vera við alla menn góður, þá er vel fara með sér (Íslhóm 65r13).

***

Orðasambandið kosta e-u/öllu til e-s merkir ‘reiða e-ð/allt fram sem greiðslu (fyrir e-ð), leggja e-ð/allt í kostnað; vilja e-ð/allt til vinna; leggja sig allan fram’. Rætur þess eru allgamlar, sbr. Reykjahólabók:

hún mundi vilja kosta þar peningum til (m16 (Reyk II, 15));
sagðist vita það víst að hún mundi þar öllu til kosta (m16 (Reyk II, 15)).

Orðasambandið spara ekkert til (e-s) merkir ‘horfa ekki í kostnað; láta einskis ófreistað’, t.d.:

Í málinu ... var ekkert til sparað til þess að koma upp um Jón bónda (m19 (SkGSkv 27)).

Það er algengt í fornu máli, t.d.:

eg hefi engan hlut til þess sparað að gera og mæla svo að yðvar vegur væri þá meiri en áður (ÍF II, 183);
Vill Hrútur gerast mágur þinn og kaupa dóttur þína og skal eg eigi mitt til spara (ÍF XII, 8); Síðan var stofnað til boðs á Höskuldsstöðum og ekki til sparað en ærin voru efni (m14 (ÍF V, 65)).

Frá síðari hluta 19. aldar er kunnugt afbrigðið spara engu til:

stofnað reglulegt fiskiklak ... á kostnað stjórnarinnar og engu til sparað (TBókm II, 119 (1881));
engu er til sparað að veiðin geti orðið sem mest (Ægir 1920, 28 (OHR));
Það verður engu til sparað [á popptónleikum] (Útv 16.3.06);
engu til sparað við uppeldi barna í Kína (St2 16.10.12);
eins og sést á myndbandinu verður engu til sparað (St2 15.2.12).

Þessi málnotkun er ekki í samræmi við málvenju; hér mun gæta áhrifa frá orðasambandinu kosta e-u/öllu/miklu til (e-s).

Jón G. Friðjónsson, 15.7.2017

Lesa grein í málfarsbanka

spar, †sparr l. ‘sparsamur, aðsjáll, ófús á að eyða, samhaldssamur’; sbr. nno. spar, jó. og fsæ. spar ‘sparsamur’, fhþ. spar (s.m.), fe. spær ‘sparsamur, þurftugur’. Af sama toga eru fsl. sporŭ ‘nægur’ og fi. sphirá- ‘feitur, ríkulegur’ < *spǝ-ro-; af ie. *spē- ‘aukast, þrífast’, sbr. fe. spōwan (tvf.s.) ‘heppnast, ganga vel’, sbr. spói; (*spē- ‘þrífast’ líkl. s.s. *spē- ‘þenja út’). Af spar l. er leidd so. spara ‘safna og gæta fengins fjár, draga smámsaman að sér og eyða sem minnstu; komast hjá; hlífa (sér)’; sbr. fær., nno. og sæ. spara, d. spare, fe. sparian (ne. spare), fhþ. sparōn (nhþ. sparen). Af sama toga er forliðurinn spari- í sparibaukur, spariföt og ao. spari: nota e-ð spari, sbr. d. spare-bank, sparepenge. Af lo. spar og so. spara eru mynduð no. sparnaður, sparnan, spör og spörn (öll í svipaðri merkingu).


1 spara kv. (19. öld): s. á ljá ‘smáhak á ljáþjóinu sem gekk inn í holu eða rauf neðst á orfinu’. Sk. spari og sparri, af ie. *sper- ‘stöng, stoð, tittur’. Sjá spör (3).


2 spara s. Sjá spar.


spari k. ‘sperra, bjálki,…’; víxlmynd við sparri (s.þ.); sbr. nno. spare k. ‘tittur,…’, mlþ. spare kv. ‘bjálki’; af rót *sper-, sbr. físl. spjo̢r ‘spjót’ og lat. sparus ‘stutt veiðispjót’. Ekki er ljóst hvort langa r-ið í sparri og sperra (1) er einsk. herslutákn eða rótaraukasamlögun (rr < rz). Sjá spara (1) og spör (3).