stafngláma fannst í 1 gagnasafni

gláma kv. ‘hvítur glampi; skammvinnt sólskin, þurrkflæsa; snjóblettur í fjalli; blesa (á hesti); eyða’; Glámur k. ‘blesóttur hestur; † jötuns- og draugsheiti’; glámóttur l. ‘blesóttur’. Sbr. fær. glámlýsi ‘blindandi birta,…’, glóma ‘stór glyrna’, glæma ‘morgunskíma’, nno. glåm ‘fölleitur, starandi maður,…’, glåma ‘stara, reka upp stór augu’, sæ. máll. glåma ‘sístara á’, d. glamhul ‘gægjugat’. Af sama toga er nno. glam (hljsk.) ‘birta, skin’, glæme kv. ‘ljós skýjaslæða’, mhþ. glamme ‘glóð’ og fe. glōm (e. gloom) ‘rökkur, skíma’. Sjá glampi, glan, gláni, glóa, glónalegur og glær (2). Af sama toga er fjallsnafnið Gláma og fno. aukn. stafngláma kv. og stafnglámr og Ausu-Glámur líkl. kenndur við Ausu, bæjarnafn.


stafngláma kv. fno. auknefni. Af stafn ‘stefni’ og gláma, sbr. nno. glåma ‘stara’, eiginl. ‘sú sem skyggnist um í stafni’.