steindelfr fannst í 1 gagnasafni

-delf(u)r k. í steindelf(u)r ‘steindepill’; sbr. nno. dolva ‘berja fast, dumpa’, fe. delfan, fhþ. telban ‘grafa’, rússn. dolbatь ‘meitla’, sbr. og nno. steindolp ‘steindepill’ og dolp ‘gryfja’. Sjá depill (2) og -dólf.


steinn k. ‘(upphafl. merk.:) bergmoli, berg; (afl. merk.:) hörð skorpa á e-u; steinhús, fangahús, fangelsi; †steinkirkja, -klaustur; eista; lyf- eða töfrasteinn; steinlitur, litarefni’; sbr. fær. steinur ‘bergmoli; klettur; eista,…’, nno. stein ‘bergmoli,…’, sæ. og d. sten, fe. stān (ne. stone), fsax. og mlþ. stēn, fhþ. og nhþ. stein, gotn. stains. Sk. fsl. stěna ‘múr, veggur’, gr. stíā ‘smásteinn’, stéār ‘tólg’ (eiginl. ‘storka’), sbr. fi. styá̄yate ‘storknar’ af ie. *stāi-, *stē̆- ‘stífur, harðþéttur’, sbr. stía, stím og stíra. Af steinn er leidd so. steina ‘festa steina í; verða að steini; mála, lita’, sbr. nno. steina ‘steinleggja, grýta, steinhreinsa’, fær. steina, fsæ. stena, d. stene, nhþ. steinen ‘grýta (til bana)’. Af steinn eru og leidd no. steinungur k. ‘steinleir’ og -steiningur í sams. einsteiningur k. Steinn er og karlmannsnafn og liður í mannanöfnum eins og Þorsteinn, Steinólfur og Steingerður, og hersluforliður í lo. eins og steindauður, steinhissa, sbr. fær. og nno. stein- og sæ. og d. sten- í samskonar notkun. Af steinn eru myndaðar sams. eins og steindepill k., †steindelf(u)r k. ‘fugl af þrastaætt (oenanthe oenanthe)’, sjá depill (2), og steinóði, steinóður l. ‘æðisgenginn (um storm)’.