stingandi fannst í 6 gagnasöfnum

stinga Sagnorð, þátíð stakk

stingandi Lýsingarorð

stinga stakk, stungum, stungið þótt þeir stingi/styngju við

stingandi

stinga sagnorð

fallstjórn: þolfall

reka e-ð oddhvasst í e-ð

hún stingur nálinni í efnið

hann stakk gafflinum í kjötið

hann var stunginn af geitungi

stinga sig


Sjá 15 merkingar í orðabók

stingandi lýsingarorð

sársaukafullur, nístandi

hún fann til stingandi sársauka í fætinum


Sjá 2 merkingar í orðabók

stinga so
vera <illa> í stakk búinn til að <sinna starfinu>
<þetta; þessi sjón> stingur <mig> í hjartað
<þetta> stingur í augu
það stingur <mig> <hvað hún er döpur í bragði>
<prjálið> stingur í augu
Sjá 18 orðasambönd á Íslensku orðaneti

stingandi lo

Venjan er að tala um að stinga gat á eitthvað. Hún stakk gat á blöðruna.

Lesa grein í málfarsbanka


Oft hef ég verið spurður að því hvað liggi að baki no. uppástunga og so. stinga upp á e-u. Það er nokkuð flókið að gera grein fyrir þeim breytingum sem að baki liggja en til einföldunar og yfirlits má draga fram eftirfarandi mynd (mjög einfaldaða):

(1) stinga fingri á e-ð ‘benda á e-ð (með gagnrýni)’ (s17) >
(2) stinga á e-ð ‘benda á e-ð (gagnrýna)’ (s16 ) >
(3) stinga fingri upp á e-ð ‘benda fingri á e-ð (með gagnrýni)’ (s17) >
(4) stinga á e-u ‘benda á’ (s17) >
(5) stinga upp á e-u ‘e-u benda á’ (m17) >
(6) stinga upp á e-u ‘gera tillögu um’ (s18).

Eins og sjá má fléttast hér saman breytingar á mynd (fallstjórn) og merkingu en allt gengur þetta nokkurn veginn upp ef dæmum um þetta er raðað í tímaröð:

(1)
stingur hér guðspjallamaðurinn svo sem fingri á spádóma Kristí (s17 (FörstPass I, IIIr (OHR)));
H[eilagur] andi hefir ... svo sem með fingri stungið á páfann og hans höndlan (s17 (SigwHöf Y, IVr (OHR))).

(2)
að mótstöðumenn vorir væri til dæmdir að láta í ljósi það fyrsta bréf, sem þetta bréfið stingur á (Morð 107 (1595));
Heldur stingur hann á fár einar opinberanir, þær sem helstar voru (s16 (GÞPost LI, Vir (OHR))),
 
(3)
Upp á þennan klæðalitinn stingur svo sem fingri, hinn heilagi Jóhannes (s17 (GÞorlPost II, Þþ Vir (OHR))).

(4)
Einasta leyfist mér að stinga þetta sinn á því, sem víst er og allir sjá (Landsn II, 123 (1770));
Séra Jón Egilsson stingur á í sínum annál (f18 (JHSkól 9)).

(5)
Af því uppbyrjun þessa máls og inngangur rís af Jóni yngra Jónssyni, svo sem upp á stingur sá fyrsti framsetti póstur þá ... (m17 (JMPísl 50)).

(6)
stungu samt upp á alls engu (f19 (Hjálm 6));
Mér hefur komið til hugar að stinga upp á því (Rvp II, 113 (1848));
hvort það sem þeir stinga upp á sé samkvæmt því, sem landið sé fært um af eiginn rammleik (Rvp II, 178 (1848));
Björn Gunnlaugsson stakk líka upp á því (Snp II, 118 (1836));
Hann stakk upp á alls kyns gamansemi (s18 (Kvöldv II, 25 (OHR))).

Lesendur sjá vitaskuld að dæmin gefa ekki alls kostar rétta mynd. Elstu kunn dæmi um (1) stinga fingri á e-ð eru t.d. frá 17. öld en elstu kunn dæmi um (2) stinga á e-ð eru frá 16. öld þótt orðskipun (2) hljóti að vera yngri en orðskipun (1). Þetta stafar af því að tilviljun getur ráðið því hvað ratar á bók eða í handrit og því getur verið nauðsynlegt að lesa með varfærni svolítið í heimildirnar.

Á 16. öld hljóp mikill vöxtur í notkun ao. með fs. (af > út af) og því eru breytingarnar stinga upp á e-ð (s17) og stinga upp á e-u (m17) í samræmi við það sem vænta má.

Elsta vísbending sem eg hef rekist á um merkingarbreytinguna ‘benda á’ > ‘leggja til’ er úr Heilræðavísum Jóns Bjarnasonar (í Vísnabókinni):

*Ósáttum yfir settur
eigir þú dóm að segja
sting á úrskurð öngvan
áður en hlýðir báðum.
Annars kappinn kunnur
kallast rétti halla
en þótt efna kunni
álykt sanna á máli (f17 (Vísn 380)).

Úr nútímamáli er kunnugt orðasambandið styðja fingri á e-ð ‘benda á e-ð; gera sér (nákvæma) grein fyrir e-u’:

Hann getur þó ekki stutt fingri á neitt atvik, það er ekkert sem styður þennan grun (JKSt07, 64);
hafði honum alltaf fundist eitthvað leiðinlegt við þessar línur, án þess að geta stutt fingri á hvað það nákvæmlega var (BÓl 37).

Það mun fengið úr ensku og á ekkert skylt við stinga fingri á.

Loks er þess að geta að elstu dæmi um no. uppástunga eru frá miðri 19. öld:

margar uppástungur hafa komið fram á seinni árum til breytingar (NF VII, 2 (1847)).

***

Eftirminnileg orð Árna Magnússonar:

tók eg mér fyrir [hendur], einn dag í vetur, að hlaupa í gegnum [‘renna hratt yfir’] þessa sömu bók [síðustu útgáfu Hallgrímssálma]: Sé eg það er fleira en eitt sem einn hótfyndinn [‘aðfinningasamur, smásmugall’] gæti þar ástungið [‘gagnrýnt’] (ÁMPriv 590 (1705)).

Jón G. Friðjónsson, 26.8.2017

Lesa grein í málfarsbanka

stinga (st.)s. ‘reka e-ð oddhvasst í; sauma á tiltekinn hátt; flétta, splæsa; kasta e-u (áfram og) niður á við (t.d. á kaf); særa, erta,…’; sbr. fær., nno. og sæ. stinga og gd. stinge í svipaðri merkingu. Sbr. og fe. stingan ‘reka í, reka í gegn’, ne. sting. Af sama toga er líkl. gotn. usstagg bh. af *usstaggan ‘stinga út (úr)’. Af germ. *steng-, ie. *stengh-, sbr. lith. sténgiu, sténgti ‘streitast’, gr. stákhȳs ‘ax’ (< *stn̥gh-, hvarfstig); sbr. ie. *stegh- í steggur (1) (án nefhljóðs-innskeytis). Af stinga eru leidd no. stingi k. og stingur k. ‘oddhvass stjaki; verkur,…’, fd., sæ. og fe. sting (s.m.), sbr. og d., fd. og nno. styng og fsæ. stynger, stiunger (< *stengwa-?). Sjá stanga, stingl, -stingull, stunga, stöng og stöngull.