stundum fannst í 7 gagnasöfnum

stund Kvenkynsnafnorð

stunda Sagnorð, þátíð stundaði

stynja Sagnorð, þátíð stundi

stund -in stundar; stundir á hverri stundu; stytta sér stundir; stundar|bil; stunda|fjöldi

stunda stundaði, stundað

stundum

stynja stundi, stunið þótt þið stynjið/stynduð

stund nafnorð kvenkyn

tími, tímabil, tímapunktur


Sjá 2 merkingar í orðabók

stunda sagnorð

fallstjórn: þolfall

leggja stund á e-ð, iðka e-ð, vinna við e-ð

hún stundaði nám í hagfræði

hann stundar rannsóknir á sjávardýrum

íbúar héraðsins stunda einkum landbúnað


Sjá 3 merkingar í orðabók

stundum atviksorð/atviksliður

öðru hverju, ekki alltaf

hann verður stundum leiður á vinnunni


Fara í orðabók

stynja sagnorð

gefa frá sér stunu, óáægju- eða þreytuhljóð

hún stundi af sársauka

stynja upp <orðunum>

segja orðin með erfiðismunum


Fara í orðabók

stund no kvk
stund no kvk (klukkustund)

stunda so

stundum ao

stynja so
það stynur í <hríslunni>

Stund: þgf.et. stund. Orðmyndin stundu í þágufalli eintölu er angi af eldra máli sem lifað hefur í nokkrum föstum orðasamböndum: fyrir stundu, á sömu stundu, á hverri stundu, á síðustu stundu o.fl.

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið stundum ‘við og við, öðru hverju’ á uppruna sinn að rekja til fs.-liðarins á stundum þ.e. stundum er þgf.flt. af stund (kvk.).

Breytingin á stundum > stundum er forn, t.d.:

En sjá þykjumst eg það stundum að menn sækja hingað á fund vorn (Mork 383); var Metellus stundum í öndverðri fylkingu, stundum í miðri, stundum í ofanverðri, stundum hér og hvar (Pröv 266);
það verður yður stundum, að þér látið mikillega; en þá er ríkra manna orð koma til yðar þá eru þér þegar limhlaupa (SturlGV I, 12);
Það er og stundum að jörð gefur yfrinn ávöxt og góðan og megu menn þó eigi njóta því að óáran er í lofti og spilla veður öllum ávöxtum í þann tíma er hirða skyldi (Kgs45, 51).

Í síðari alda máli virðist lengri myndin á stundum oft vera notuð sem stílbragð, til að gera texta hátíðlegri.

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka

stund
[Læknisfræði]
samheiti tími
[enska] hour,
[latína] hora

stynja
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] groan

stund
[Stjörnufræði]
samheiti klukkustund
[enska] hour

tímapunktur
[Raftækniorðasafn]
samheiti stund
[sænska] klocktid,
[þýska] Uhrzeit,
[enska] clock time

1 stund kv. ‘tími, tímakorn; klukkutími; spölkorn, spölur,…’; sbr. fær., nno., sæ. og d. stund ‘stutt tímabil,…’, fe. stund kv., fsax. stunda og fhþ. stunt, stunda kv. ‘tiltekinn tími, tímakorn,…’. Líkl. < germ. *stunði-, *stunðō, ung hljsk.mynd við so. standa. Ath. stund (2) og stundum.


2 stund kv. ‘ástundun, iðni,…’; sbr. fe. stundum (þgf.ft.) ‘ákaft, ofsalega, með áreynslu’. Líkl. s.o. og stund (1), en ekki sk. fe. stunian ‘ráðast á, slá,…’ og mhþ. stunen ‘reka, ýta við, slá’ og fhþ. stunōd ‘kveikispýta’ (ath. stunna). Af stund er leidd so. stunda ‘fást við, keppa eftir,…’, sbr. fær. og nno. stunda ‘bíða eftir, vænta,…’, d. stunde ‘lengja eftir,…’, mlþ. stunden ‘hika við, gefa sér tíma, veita frest’, fe. āstundian ‘taka á sig’. Upphafl. merk. stund (1 og 2) er líkl. ‘viðstaða, stans’; þaðan æxlast svo merkingar eins og ‘stundarkorn, stundarhlé, tækifæri’ og ‘tími til náms eða annars starfs’. Sjá stund (1) og stundum.


3 stund h. † ‘ryk, dust, stuf’. Tæpast tengt stund (1 og 2) eða rótskylt steyta (F. Holthausen). Orðið er einangrað, kemur aðeins fyrir í einni fornri heimild og sýnist ekki eiga sér samsvörun í grannmálunum. Ef það er rétt hermt mætti helst hugsa sér skyldleikatengsl við stum og stymja (s.þ.); stund þá < *stumða- eða *stumiða-.


stundum ao. ‘öðru hverju, við og við’; sbr. fær. stundum, nno., sæ. og d. stundom (s.m.); eiginl. þgf.ft. af stund (1) (s.þ.).


stynja s. ‘andvarpa; rymja, segja e-ð með erfiðismunum’; sbr. fær. og nno. stynja, sæ. stöna, fsæ. stynia, stønia, d. stønne, gd. stønje; < *stunjan, sk. fe. stenan (st.s.) og mlþ. stenen (v.s.) < *stanjan ‘stynja’, sbr. og lith. stenù, stenė̕ti ‘stynja’, rússn. ston ‘stuna’, gr. sténō ‘dryn, styn’. Af sama toga er stynur k. ‘stuna’, sbr. nno. styn (s.m.) (< *stunju-?). Sjá stuna og stanka og stjanka.