sturbutrast fannst í 1 gagnasafni

butra, butrast s. (nísl.): b. við e-ð ‘baksa, bogra við e-ð, vinna klaufalega að e-u’; buturslegur l. ‘klaufskur, stirðbusalegur; þröngur, óhentugur (t.d. um hýbýli)’. Sbr. einnig samsetn. sturbutrast eða staurbutrast og stirðbutrast s. ‘vera stirðlegur’, stirðbutra kv. og sturbutri k. ‘stirðbusi’ og staurbutrulegur eða sturbutrulegur l. ‘stirðbusalegur’ (staur- og stur- < stirð-). E.t.v. er bæjarheitið Butra kv. af þessum toga (við skulum búa í Butru ɔ slá okkur saman), í öðrum tilvikum kann það að vera stytting úr Butraldastaðir. Óvíst er hvort pn. Butraldi (s.þ.) er af þessum rótum runnið. Orðsiftin virðist í öndverðu merkja e-ð smávaxið og böggulslegt. Sjá butta og bútur.