suður fannst í 6 gagnasöfnum

suða Kvenkynsnafnorð

suður Hvorugkynsnafnorð

suður Atviksorð, stigbreytt

suður 1 suðurs úr suðri

suður 2 fara suður; suður undan; þau búa suður í

suður atviksorð/atviksliður

í áttina suður, til suðurs

hann ók suður um nóttina


Sjá 3 merkingar í orðabók

suður nafnorð hvorugkyn

ein af höfuðáttunum fjórum, suðurátt

<vindurinn er> af suðri

<fjallið er> í suðri

<stefna> í suður

<vegurinn sveigir> til suðurs

<fuglarnir fljúga hingað> úr suðri


Fara í orðabók

suður no hvk
suður ao
<þetta> fer út um þúfur og til satans suður í móa
frá norðri til suðurs
suður yfir <fjall>
suður frá
suður á bóginn
Sjá 11 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Athuga ber að tala fremur um norður og suður í heiminum en „upp“ eða „uppi“ og „niður“ eða „niðri“. Sagt er: suður til Afríku, suður í Afríku, norður til Kanada, norður í Kanada (ekki „niður til Afríku“, „niðri í Afríku“, „upp til Kanada“, „uppi í Kanada“).

Lesa grein í málfarsbanka


Ritað er Norður-Írland, Austur-Tímor, Vestur-Kongó, Suður-Afríka en ekki „Norður Írland“, „Austur Tímor“, „Vestur-Kongó“, „Suður Afríka“

Lesa grein í málfarsbanka

suð h. (18. öld) ‘daufur niður, lágt hvíslhljóð; kvabb, þrábeiðni’; sbr. fær. suð h. ‘þytur’, nno. sud kv. ‘bárusog’, e. suds ‘froða’. Af sama toga er suða kv. (18. öld) ‘það að sjóða; lágvær niður; logsuða; nöldur, þvættingur; †aukn.’; sbr. fær. soða kv. ‘suðufroða’ og nno. sode kv. ‘kraum; kliður, þvaður, vindhviða,…’; og suða s. ‘niða, hvissa lágt; klifa á’, sbr. fær. suða ‘þjóta’ og nno. soda ‘krauma; þjóta, þvaðra, …’. Sk. sauður, seyða, sjóða, soð; ath. suða kv. ‘hláka,…’ og suðaganga.


suða kv. (19. öld) ‘hláka, þíða’; suður kv.ft. ‘skammvinnar skúrir í hlýju veðri’; suðahláka kv. ‘asahláka’. Líkl. sk. suð og sjóða fremur en súð (2), sbr. nno. sode kv. ‘vindhviða, óveðurshrina’ og sye kv. ‘él, skúr’, sbr. og svissn. sud k. ‘regnskúr’.


suður h. ‘suðurátt’; sbr. fær. suður h., nno. sud h., k., sæ. söder, fsæ. suþer, syþer (nd. syd, fd. sud ‘sunnanvindur’ (to. úr mlþ. sūt)), fsax. sūth, fhþ. sund, nhþ. süd-, fe. sūð, ne. south. Ísl. suður < sunnr < *sunþra-; r- í viðsk. líkl. frá öðrum áttarheitum, t.d. austur og norður, sbr. fhþ. sund, fe. sūð (< *sunþa-). Uppruni ekki fullljós. Orðið er þó oftast tengt sunna (s.þ.) og talið merkja ‘sólarátt’. Aðrir hafa talið það í ætt við svinnur (s.þ.) og upphafl. merk. væri þá ‘til hægri (sterkari)’, ef horft er til austurs. Vafasamt; suður er líka notað sem ao., sbr. svipaða notkun á áttaheitunum í öðrum germ. málum. Af suður er leitt lo. suðrænn ‘suðlægur, sunnankominn,…’, sbr. nno. sudrøn, sørrøn, fhþ. sundrōni (s.m.) (um viðsk. sjá -rænn (1)) og af lo. suðrænn er leitt no. suðræna kv. ‘suðlægur vindur’. Sjá sunna, sunnan og sunn(u)r.