svæðismállýska fannst í 1 gagnasafni

svæðismállýska kv
[Málfræði]
samheiti landshlutamállýska
[skilgreining] SVÆÐISMÁLLÝSKA er málvenja sem er bundin ákveðnum landshluta.
[dæmi] Í íslensku er það mállýskubundið eftir svæðum hvort menn bera orðið latur fram með fráblásnu t eða ekki. Það er líka mállýskubundið eftir svæðum hvort menn kalla ákveðna tegund af reyktum pylsum bjúgu, sperðla, grjúpán eða langa.
[enska] regional dialect