svei fannst í 5 gagnasöfnum

svei svei attan!; svei mér þá!

svei upphrópun

tjáir vanþóknun mælandans

svei, tölvan mín er frosin

svei mér þá

skammastu þín

sannarlega ekki

svo sannarlega

ja hérna

svei mér

skammastu þín

sannarlega ekki

svo sannarlega

ja hérna

svei mér ekki

skammastu þín

sannarlega ekki

svo sannarlega

ja hérna

svei þér

skammastu þín

sannarlega ekki

svo sannarlega

ja hérna


Fara í orðabók

Upphrópunin svei attan er rituð í tveimur orðum: Svei attan! Svona segir maður ekki við eldra fólk!

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið svei (einnig vei) er kunnugt í fornu máli, notað sem upphrópun til að láta í ljós vanþóknun, andúð. Það vísar til þess sem svívirðilegt má þykja, sbr. eftirfarandi dæmi úr misgömlum brotum úr Sverris sögu:
                                                          
Svívirði [‘svívirða sé/verði’] yður (Eirsp 417 (1300-1325)) = Sví verði yður (Flat III, 311 (1387-1395)) = Svei verði yður (AM81, 225 (1450-1475)). 

Í síðari alda máli kemur það fyrir í ýmsum föstum samböndum, t.d.:

Svei mér þá [‘þá sé mér skömm’ > ‘svo sannarlega’];
svei því sem ónýtt er og svei attan [oft notað á hunda].

Elstu dæmi um orðasambandið svei attan eru frá 19. öld:

Og svei attan, hvað einn unginn lítur ólánlega út (Þjólf 8.8.1877, 95) og
Svei attan! Skárri er það nú ættjarðarástin (Norðanf 23.7.1866, 29), sbr. einnig:
Það er ekki að furða þó þú segir svei attan (m20 (Dal II, 116));
Svei attan ráðherranum (Æskan 1.5.1927, 39);
Svei ‘attan (Verðlaunasaga ...) (Útvtíð 1946, 225) og
Já, svei því attan. Vill hann hvorki fara né bíða (Mbl 25.2.1917, 4).

Orðmyndin attan er eins konar kurteisisorð fyrir aftan og er orðasambandið reyndar algengt með þeirri mynd:

svei því aftan og framan, þessu andstyggðar Hvolshyski (m20 (Dal II, 116));
Svei þeim aftan (SBl);
Svei þér aftan (GFrRit I, 237);
Svei slíkum foringja aftan (PMBr II, 6 (1861)) og
*sumir tauta: svei aftan, / sjá vil ég ei leikinn þann (m17 (HPSkv II, 400 (OHR)).

Ætla má að talsvert hafi fallið á orðasambandið á síðari tímum, jafnvel svo mjög að ungt fólk skilji hvorki haus né sporð er það heyrir það notað.

Í fornbókmenntum okkar er fólginn mikill fjársjóður og er nánast með ólíkindum að unnt sé að tefla fram liðlega 800 ára gömlum textum, aðeins þarf að færa stafsetningu til nútímahorfs og þá eru þeir öllum aðgengilegir, einkum ef bætt er við óverulegum skýringum til hægðarauka. Eftirfarandi dæmi er úr Spakmælum Prospers, þýðingu frá því um 1200:

Er enn og ógóðgjarnlegt [‘ber vott um illan hug’] að vilja heyra illa kvittu [‘sögusagnir, orðróm’] en óskaplegt [‘óhæfa’] að trúa, allra helst ef þeygi [‘ekki, eigi’] er skylt að vita þótt satt væri (Leif 7).

Skyldi þessi boðskapur ekki eiga fullt erindi við nútímann?

Jón G. Friðjónsson, 19.11.2016

Lesa grein í málfarsbanka

svei uh. sem lætur í ljós vanþókknun; sbr. sví uh. (s.m.) og svívirða. Af svei er leidd so. sveia ‘segja svei, fussa, láta í ljós andúð’.