tíðum fannst í 7 gagnasöfnum

tíð Kvenkynsnafnorð

tíður Lýsingarorð

tíð -in tíðar; tíðir í tæka tíð; tíðar|ending

tíðum oft og tíðum

tíður tíð; títt hvað er títt? STIGB -ari, -astur

tíð nafnorð kvenkyn

tími


Sjá 3 merkingar í orðabók

tíðum atviksorð/atviksliður

oft

tíðum kom það í minn hlut að sækja kýrnar

oft og tíðum / oft á tíðum


Fara í orðabók

tíður lýsingarorð

sem endurtekur sig með stuttu millibili, algengur

tíðar bátsferðir eru í eyna

jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum

hann kvartaði undan tíðum bilunum í ljósritunarvélinni

vera tíður gestur <hjá þeim>


Fara í orðabók

tíð no kvk (tími)
tíð no kvk (tíðarfar)
tíð no kvk (málfræðileg tíð)

tíðum ao

tíður lo
láta sér títt um <hann, hana>
oft og tíðan
láta sér títt við <hann, hana>
gera sér títt við <hann, hana>
gera sér títt um <hann, hana>
Sjá 6 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Orðasambandið oft og tíðum er talið upprunalegra en oft á tíðum.

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið tíðum er myndað af lo. tíður, sbr. enn fremur ao. bráðum, endrum, forðum, fyrrum, löngum, næstum, snöggtum, stundum o.fl.  Það er algengt í síðari alda máli, t.d.:
 
sjálf stjórnarráðin hafa tíðum og einatt vaðið reyk eins og dæmin eru til deginum ljósari (NF IX, 10 (1849));
atróður utan af sjó og inn í lendingu er tíðum með réttu má heita að hleypa upp á líf og dauða (s18 (JS 301));
*Tignarmenn hafa tíðum kennt / tímans vel að gæta, / þeim er listin löngum hent, / sem laginu kunna að sæta (Blanda II, 86 (um 1600)).

Það er algengt í fornu máli:

drepur tíðum heiðna menn (Klm 352);
og þótti mikils um vert hversu tíðum nú urðu jartegnir (Bisk I, 183 (1275-1300)).

Það má einnig sjá í föstum orðasamböndum, t.d. hart og tíðum; ótt og tíðum og oft og tíðum. Í Fóstbræðra sögu má t.d. lesa:

Hann hjó hart og tíðum og voru honum lengi sín [‘hans’] högg bæði fyrir skjöld og brynju (Hsb 383 (1302-1310)).

Orðasambandið oft og tíðum er fornt (DN I, 162 (1328)) og er það afar algengt í síðari alda máli, t.d.:

Oft og tíðum hefir lagt reykjargufu upp úr Heklu (NF VIII, 186 (1848));
hinar bestu Guðs skepnur snúast henni [manneskjunni] til hins mesta mótgangs oft og tíðum (f18 (Víd 92));
hann tekur hana [‘kristna sál’] aftur í sátt við sig svo oft og tíðum sem hún snýr sér aftur til hans (f17 (JGerh 62));
Stundleg auðlegð og velgengni er oft og tíðum teikn og merki eilífrar fordæmingar (f17 (JGerh 125));
oft og tíðum hefur fyrir mér klagað og undirréttað verið (GÞBr 514 (1599));
hefur Jón Björnsson oft og tíðum boðið sig til laga á alþingi (Alþ II, 412 (1594)).

Í nútímamáli má alloft sjá breytinguna oft og tíðum > oft á tíðum, þ.e. ao. tíðum er skilið sem þgf.flt. af kvk.-no tíð, t.d.:

Þeir spiluðu oft á tíðum fínan fótbolta í gær (Mbl 15.9.17, íþr. 3);
en oft á tíðum kemur annað í staðinn (s20 (ÁGEbro 147));
Oft á tíðum í gær var fundarstjórn forseta til umræðu (Mbl 28.11.09);
og áttu [Þjóðverjar] oft á tíðum í vök að verjast í fyrri hálfleiknum (Mbl 17.6.08).

Þessi breyting er ekki alveg ný af nálinni, sbr.:

þá fari oft á tíðum allt út um þúfur (LKrVest I, 205 (1847));
oft á tíðum lifi ég upp aftur liðna tímann (JóhSBr 37 (1899) (OHR)).

Mér koma í hug orð ‘kerlingar’ sem fékk tannpínu á áttræðisaldri en hafði annars aldrei kennt sér meins en hún sagði um þá lífsreynslu: Ógn kunni ég illa við mig. – Að breyttu breytanda segi ég: Ógn kann ég illa við þetta.

Jón G. Friðjónsson, 29.12.2017

Lesa grein í málfarsbanka

tíð
[Jarðfræði]
[skilgreining] stysta eining í aldursfræðilegri skiptingu jarðsögunnar
[enska] chron,
[danska] tid,
[þýska] Chron

venjulegur
[Læknisfræði]
samheiti tíður, þrálátur
[enska] habitual,
[latína] habitualis

tíð
[Landafræði] (1.2.a)
[skilgreining] stysta eining í aldursfræðilegri skiptingu jarðsögunnar
[enska] chron

tíð kv
[Málfræði]
[skilgreining] Helsta einkenni sagnorða er að þau beygjast í TÍÐUM. Með því er átt við að sagnorðin hafa ólík form eftir því hvort þau vísa til liðins tíma (þátíð) eða ekki (nútíð).
[dæmi] Hann svaf (þt.), hann sefur (nt.).
[enska] tense

tíður
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] frequent

tíð kv., ⊕tíður k. ‘tími; veðrátta’; í ft. tíðir ‘messur; tímabundin blóðlát kvenna,…’. Sbr. fær. tíð, nno., sæ. og d. tid, fe. tīd kv. ‘tími’ (ne. tide ‘sjávarfall’), fsax. tīd, fhþ. zīt, nhþ. zeit. Sk. arm. ti ‘tími, aldur’, nhþ. zeile, fhþ. zīla ‘röð, lína’ (< *tīðlō), af ie. *dāi-, *dǝi-, *dī- ‘skipta, kljúfa í sundur’, sbr. fi. dáyate ‘skiptir, á hlut að’, gr. daíomai ‘skipti, deili í sundur’. Af tíð kv. er leitt tíður l. ‘algengur, frægur; kær,…’, sbr. fær. tíður, nno. tid, ao. títt og so. tíðka ‘gera oft,…’, sbr. fær. tíðkast ‘gerast æ oftar’. Sjá tíða, tíðindi, tíðis, tíðni, tíðugur, tíðum og tíðungur. Sjá ennfremur tími og tína (2); ath. teinn og tin.


tíðum ao. ‘oft’; sbr. fær. tíðum, nno. tîdom (s.m.), eiginl. þgf.ft. af tíð, sbr. stundum af stund, eða þgf.et.kk. af lo. tíður, sbr. löngum, stórum.