tólf fannst í 4 gagnasöfnum

tólf 1 -in tólfa nú kastar tólfunum

tólf 2 tólf ára börn

tólf töluorð

talan 12

nú kastar tólfunum

nú keyrir um þverbak, nú er manni nóg boðið


Fara í orðabók

tólf, †tolf to. ‘12, tvennir sex, tylft’; sbr. fær. tólv, nno., sæ. og d. tolv (fd. tolf, sæ. rúnar. twalf), fe. twelf, fsax. twelif, twi- og twulif, fhþ. zwelif, ne. twelve, nhþ. zwölf, gotn. twalif; tólf < frnorr. *twa-luf < *twa-lifu. Forliðurinn tengist to. tveir, en viðliðurinn líkl. < *-lihwu-, sbr. lith. dvýlika ‘tólf’ og ísl. léa og leigja, eiginl. ‘tveir að láni, tveir í viðbót’ (ɔ við tíu), sbr. ellefu og gotn. ainlif. Í öðrum ie. málum eru to. þessi öðruvísi mynduð, sbr. lat. undecim, duōdecim, gr. éndeka, dó̄deka. Af tólf er leidd raðtalan tólfti, sbr. nno. tolfta, fd. tolftæ, fe. twelfta. Sjá tylft.