telefón fannst í 2 gagnasöfnum

fónn k. (nísl.) ‘sími, málþráður’; fóna s. ‘síma’; fónn er stytting úr to. telefón(n), sem líkl. er komið inn í ísl. úr d., en telefon, -phon er alþjóðl. nýyrði, myndað af gr. tē̃le ‘fjarri’ og phōné̄ ‘rödd’; fónn einnig stytt. úr grammófón(n) (s.þ.).


tele- (19. öld) forliður orða eins og telefón k. ‘(tal)sími’, to. úr d. telefon (s.m.), telegraf(f) k. < d. telegraf ‘ritsími’ og telegramm h. ‘símskeyti’ < d. telegram (s.m.). Allt eru þetta almenn erlend tækniorð smíðuð úr grískum efniviði; forliðurinn tele- úr gr. té̄lē ‘fjarri, fjar-’ og viðliðir sniðnir eftir gr. phó̄nē ‘hljóð’ og gráphein ‘skrifa’ og grámma ‘bókstafur’. Sjá telex.