til fannst í 4 gagnasöfnum

til til og frá; viltu segja mér til?; til þess að gera

til atviksorð/atviksliður

að <degi> til

þegar miðað er við <magn>

að <magni> til

þegar miðað er við <magn>


Fara í orðabók

til forsetning

um hreyfingu/stefnu í átt að e-u marki/stað

sparkaðu boltanum til mín

við förum til Kaupmannahafnar á morgun


Sjá 3 merkingar í orðabók

Orðasambandið til baka er algengt í nútímamáli og er merking þess nokkuð margbrotin; hér verður gert ráð fyrir sjö merkingarliðum († = úrelt):

1. ‘aftur, sömu leið’ (bein merking): fara/ganga/hlaupa til baka; líta/horfa til baka; hugsa til baka.
2. ‘aftur, sömu leið’ (óbein merking): bera e-ð til baka (Alþ III, 263 (1574)); draga e-ð/yfirlýsingu til baka; gekk þá hinn fyrri lögmannsdómur til baka (f18 (JHBisk I, 152)).
3. ‘aftur, (fá e-ð sem afgang) í skiptum’: frá eina krónu til baka.
4. skrúfa hjól sögunnar til baka [‘færa klukkuna aftur’] (EMJ 159).
5. koma til baka ‘standa sig vel eftir lágdeyðu’ (óforml.): svo sannarlega vona ég að liðið komi sterkt til baka ‘nái að sýna fyrri styrk’ (Frbl 21.1.08).
6. liggja til baka (knattspyrna) ‘verjast; liggja í vörn’ (óforml.).
7. †‘baka til’: allt að hátindum jöklanna og til baka þeim (Blanda VIII, 351 (1664)).

Elsta dæmi um orðasambandið til baka í beinni merkingu er frá miðri 14. öld:

stendur nú í þeirri hörmung að veslugir víkja eigi til baka heldur verða af vondum verri (Bisk II, 65 (1350-1365)), sbr. einnig:
hans líkami ... var hann rotinn og feygður einkanlega [‘einkum’] til baka (DI X, 527 (1540)).

Óbein merking er kunn frá 16. öld:

e-ð gengur til baka ‘e-u fer aftur, e-ð spillist’ (DI VII, 563 (1501)), sbr. einnig: ganga til baka (s17 (Sögstift V, 17));
hlaupa til baka (s17 (Sögstift V, 18));
koma til baka (f17 (Safnsög I, 94));
Vík ég nú aftur sögunni til baka (s18 (Safnsög IV, 23)).

Orðasambandið er af erlendum rótum, sbr. d. til bage, einnig e. back og þ. zurück. Að merkingu samsvarar til baka hinu forna ao. aftur; segja má að það veiti því nokkra samkeppni í síðari alda máli (taka e-ð aftur > taka e-ð til baka) og ryðji því jafnvel burt í ýmsum samböndum (bera e-ð aftur > bera e-ð til baka; kaupa farseðil til Íslands fram og til baka).

Í Orðabók Sigfúsar Blöndals er sögnin úthluta talin taka með sér tvöfalt þágufall (úthluta e-m e-u) og í Íslenskri orðabók er fallmörkunin sýnd svo: úthluta e-m e-u (e-ð). Í nútímamáli virðist málbeiting talsvert á reiki og því er ekki úr vegi að sýna örstutt yfirlit:

1. úthluta e-m e-ð:
Leyfi ég mér að óska eftir því að ... mér verði úthlutuð umrædd lóð (3.1.07);
Þér var frá eilífð úthlutað þetta starf (Kirkjurit 1.4.1945, 130);
framfleyta þremur börnum á þessum skítaaurum sem mér eru úthlutaðir (KrMBald97, 232);
Nóbelsverðlaunin voru úthlutuð – einhverjum miklu verra manni (m20 (HKLTöfr 93 (OHR)));
verði hreppum þeim ... úthlutaður slíkur framfærslustyrkur (s19 (NF IV, 59 (OHR)));
var aðaláfrýjandanum því úthlutað land eftir beiðni hans (Ldsyrd VIII, 201 (1860) (OHR));
Hinn ólympski Seifur úthlutar sjálfur sérhverjum manni sitt hamingjulán (f19 (Od 96));
ekki sem örlátastir ... í að úthluta mér það sem eg þykist með þurfa (Send VII, 111 (1812)).

2. úthluta e-m e-u:
og hverri hereiningu úthlutað ákveðnu svæði (s20 (ÁGEbro 138));
Okkur hafði verið úthlutað hreinum fötum en engum skóm (s20 (ÁGEbro 216));
var hverjum og einum úthlutað djúpum diski og skeið (s20 (BG09, 254));
Stóðu þau [húsin] á lóð sem rússnesku réttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað (15.7.2008);
um leið og honum [flokknum] er úthlutað sætinu (Alþbl 25.4.1987, 5);
enda úthlutaði hann liðsmönnum engu (m19 (XenAust 166 (OHR))).

3. fá e-ð úthlutað:
Fyrirtækið fær kvótann úthlutaðan til ákveðins tíma;
þeir fengu úthlutaða skömmtunarseðla;
þeir sem fá rásir úthlutaðar ...;
[48 stundir] var tíminn sem keppendur fengu úthlutaðan (14.9.07);
Síðan fengjum við úthlutaðan kvóta í deilistofnunum (11.1.09);
að Íslendingar fengju úthlutaðan allan kvóta í íslenskri lögsögu (11.1.09).

4. fá e-u úthlutað:
að tryggja skuli að tilviljun ráði hvaða dómari fái úthlutað máli þegar dómstóll fær mál til meðferðar (12.12.16, 15);
hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað (12.12.16, 15);
Þarna fékk konungur Belgíu úthlutað landi sem var sextíu sinnum stærra en hans eigið (2015);
þannig að þau verði jafnsett öðrum sem úthlutað hafa fengið lóðum hjá borginni (13.2.10);
Bæjarstjórinn vísar á bug gagnrýni NN sem fékk úthlutað endalóðinni (5.1.07);
Samherji ... fær úthlutað mestum kvóta (Mbl 29.8.2002, 1);
Skólinn fékk úthlutað um það bil 4000 plöntum úr Yrkjusjóði (DV 21.5.1992, 13);
nánast eins og að fá happdrættisvinning að fá úthlutað 25 milljónum (Alþbl 17.2.1990,1).

Dæmin virðast sýna ótvírætt að fallstjórn sagnarinnar úthluta er talsvert á reiki. Dæmi (1) falla mjög vel að málkennd minni og þau eru öll studd afar traustum heimildum. Dæmi (2) samræmast síður máltilfinningu minni en um slík dæmi eru þó traustar heimildir, flestar tiltölulega ungar. Dæmi (3) eru einnig í samræmi við málkennd mína en dæmi (4) finnast mér mun síðri. Þar veldur vafalaust mestu að mér virðist merkingarmunur blasa við, þ.e.:

Fá ekki úthlutað neinu ‘geta ekki úthlutað neinu’ og
Fá ekki neitt úthlutað ‘fá ekkert í sinn hlut.’

Mér er vitaskuld ljóst að dæmi af gerðinni (4) eru mjög algeng í nútímamáli, sbr. fjölmörg dæmi af þessum toga á vefnum tímarit.is, en að teknu tilliti til aldurs og heimilda virðist hafa orðið breyting, þ.e. úthluta e-m e-ð > úthluta e-m e-u. Dæmin sýna að breytingin er ekki um garð gengin og hún er að því leyti sérstök að einungis fáar sagnir í íslensku taka með sér tvöfalt þgf.-andlag (t.d. ansa, heita, hóta, játa, lofa, svara).

Jón G. Friðjónsson, 17.12.2016

Lesa grein í málfarsbanka


Beyging sagnorðsins ljósta er tvenns konar. Annars vegar getur beygingin verið sterk: ljósta, laust, lustum, lostið (fornt mál o.áfr.), og hins vegar getur hún verið veik: ljósta, ljóstaði, ljóstað (s16). Frá miðri 18. öld (Nucl 349, 413) er kunn veika sögnin ljóstra, ljóstraði, ljóstrað, í merkingunni ‘ljósta’. Allar þrjár myndirnar eru notaðar í svipaðri merkingu og með svipuðum hætti í sumum samböndum, t.d. með ao. upp. Það er því ómaksins vert að sýna nokkur dæmi ef það mætti verða til þess að skýra myndina:

ljósta [sb.] e-u upp:
En þó reyndu vondar tungur óvina þinna á eftir að ljósta því upp að eg hefði farið að ráðum hins vonda ... (s19 (Draupn III, 42));
hún gæti lostið upp laglegri sögu um mig (Austri 1893 59 (OHR));
Skal eg þá ljósta þeim kvitt upp að Gunnar muni eigi hafa svo búið við þig (ÍF XII, 174).

ljósta [vb.] e-u upp ‘gera e-ð uppskátt’:
skæðar tungur ljóstuðu því upp (m19 (ÞjóðsJÁ I, 642));
það mundi baka okkur óvild svo sem hefðum við ljóstað upp lognum óhróðri (m19 (Fjöln IV 1, 5));
Þegar einhver ljóstar upp óhróðri um náungann, þá taka menn í þann strenginn (f18 (Víd 569));
orðið fæðir af sér grunsemina, grunsemin ljóstar upp ryktinu, ryktið kveikir almannaróm (f18 (Sjö 109));
en upp tíndar og ljóstaðar allar aðrar sakir (Morð 65 (1595)).

ljóstra e-u upp:
ljóstra upp leyndarmáli;
þá gerði hann hinum þann grikk að ljóstra þessu upp (f20 (HÞor 264));
ljóstra upp um e-n/e-ð;
[hann] átti til að ljóstra upp um efni sem voru á fárra vitorði (SAMJak 171).

Það vekur grunsemdir að hér að ofan eru elstu dæmi sem tilgreind eru um ljóstra upp frá 20. öld. Orðasambandið hlýtur að vera eldra, sbr.: að uppljóstra honum ei (s18 (JStÆv 292)) og uppljóstran (kvk.) (Alþ IX, 342 (1705)). 

***

Fs. til og frá vísa oft til hreyfingar eða stefnu eins og margar aðrar forsetningar (á – af; í – úr) en í íslensku vísa þær sérstaklega til sérnafna (til Akureyrar, frá Akureyri) og persóna (Bréf frá vini til vinar). Notkun fs. frá er að þessu leyti nokkuð frábrugðin notkun samsvarandi forsetninga í ýmsum grannmála okkar, t.d. dönsku, ensku, norsku og sænsku. Sem dæmi má taka að from í ensku (d. fra) samsvarar hvergi nærri alltaf frá í íslensku. Af þessu leiðir að fs. frá sækir nokkuð á fyrir áhrif frá ensku. Slík dæmi eru auðfundin, t.d.:

brak frá [‘úr’] flugvélinni [e. wreckage from] dreifðist víða;
friðhelgi þeirra [ríkja] frá [‘fyrir’] afskiptum annarra;
geti átt rétt á alþjóðlegri vernd frá [‘fyrir’] ofríki eigin ríkisvalds;
verja viðkomandi samfélög frá [e. protect from] áhrifum kapítalisma og frjálsra viðskipta; Júgóslavía skar sig að þessu leyti gersamlega frá [e. separate from] öðrum ríkjum;
Sólarvörn sem verndar fatnað frá gulum blettum (6.5.2017);
við getum lært ýmislegt frá [e. learn sth. from sbd.] nágrannaþjóðum okkar (18.3.17).

Ekki er ég sérfróður um ensku en þó þykist ég sjá hatta fyrir enskunni. Til öryggis skoðaði ég enskar samsvaranir í: Oxford Dictionary of Current Idiomatic English. Volume 1: Verbs with Prepositions and Particles. 8. útg 1985.

Eftirfarandi dæmi er trúlega af sama meiði:

egg frá [‘úr’] lausagönguhænum.

Mér finnist eðlilegt að tala um egg frá tilteknu fyrirtæki (t.d. frá Brúneggjum) en fráleitt að tala um egg frá hænu.

Jón G. Friðjónsson, 5.8.2017

Lesa grein í málfarsbanka

1 til fs. ‘í (þá) átt að, í (þeim) tilgangi’; sbr. fær., nno. og d. til, sæ. till, ffrísn. og fe. til, ne. till; til líkl. úr germ. no. *tĭla- (nf., þf.hvk.), sbr. mlþ. til, tel ‘takmark, endi, markalína’, fhþ. zil, nhþ. ziel ‘takmark’. Orðið til er upphafl. no. sem stjórnað hefur ef., en verður að fs. í norr. og sumum vgerm. málum. Af til eru leidd lo. og so., sbr. gotn. ga-tils ‘hæfandi, góður’, sbr. tilt, og nno. tilast ‘ná sér, dafna,…’, gotn. ga-tilon ‘ná’, fe. tilian ‘sækjast eftir; rækta’. Uppruni ekki fullljós. Áður tengdu menn orðið við tíð og tími og nhþ. zeile ‘lína’, en erfitt var að koma merkingum heim og saman. Nú er orðið oftast talið í ætt við fs. at (), sbr. fír. ad ‘lög; venja’, af ie. *ad- ‘ákveða, festa’; til þá < *(a)dilo-, sbr. e. to, þ. zu, lat. dē (fs.) < *(a)dō, *(a)dē-. Sjá -tili, tilt.


2 til liður í st., sbr. til að, til þess að, þangað til að, þar til (að) og til s.s. of. S.o. og til (1), víxlmynd við -ti í sams.: helst til, †helzti, †hølsti.