til fannst í 4 gagnasöfnum

til til og frá; viltu segja mér til?; til þess að gera

til atviksorð/atviksliður

að <degi> til

þegar miðað er við <magn>

að <magni> til

þegar miðað er við <magn>


Fara í orðabók

til forsetning

um hreyfingu/stefnu í átt að e-u marki/stað

sparkaðu boltanum til mín

við förum til Kaupmannahafnar á morgun


Sjá 3 merkingar í orðabók

Beyging sagnorðsins ljósta er tvenns konar. Annars vegar getur beygingin verið sterk: ljósta, laust, lustum, lostið (fornt mál o.áfr.), og hins vegar getur hún verið veik: ljósta, ljóstaði, ljóstað (s16). Frá miðri 18. öld (Nucl 349, 413) er kunn veika sögnin ljóstra, ljóstraði, ljóstrað, í merkingunni ‘ljósta’. Allar þrjár myndirnar eru notaðar í svipaðri merkingu og með svipuðum hætti í sumum samböndum, t.d. með ao. upp. Það er því ómaksins vert að sýna nokkur dæmi ef það mætti verða til þess að skýra myndina:

ljósta [sb.] e-u upp:
En þó reyndu vondar tungur óvina þinna á eftir að ljósta því upp að eg hefði farið að ráðum hins vonda ... (s19 (Draupn III, 42));
hún gæti lostið upp laglegri sögu um mig (Austri 1893 59 (OHR));
Skal eg þá ljósta þeim kvitt upp að Gunnar muni eigi hafa svo búið við þig (ÍF XII, 174).

ljósta [vb.] e-u upp ‘gera e-ð uppskátt’:
skæðar tungur ljóstuðu því upp (m19 (ÞjóðsJÁ I, 642));
það mundi baka okkur óvild svo sem hefðum við ljóstað upp lognum óhróðri (m19 (Fjöln IV 1, 5));
Þegar einhver ljóstar upp óhróðri um náungann, þá taka menn í þann strenginn (f18 (Víd 569));
orðið fæðir af sér grunsemina, grunsemin ljóstar upp ryktinu, ryktið kveikir almannaróm (f18 (Sjö 109));
en upp tíndar og ljóstaðar allar aðrar sakir (Morð 65 (1595)).

ljóstra e-u upp:
ljóstra upp leyndarmáli;
þá gerði hann hinum þann grikk að ljóstra þessu upp (f20 (HÞor 264));
ljóstra upp um e-n/e-ð;
[hann] átti til að ljóstra upp um efni sem voru á fárra vitorði (SAMJak 171).

Það vekur grunsemdir að hér að ofan eru elstu dæmi sem tilgreind eru um ljóstra upp frá 20. öld. Orðasambandið hlýtur að vera eldra, sbr.: að uppljóstra honum ei (s18 (JStÆv 292)) og uppljóstran (kvk.) (Alþ IX, 342 (1705)). 

***

Fs. til og frá vísa oft til hreyfingar eða stefnu eins og margar aðrar forsetningar (á – af; í – úr) en í íslensku vísa þær sérstaklega til sérnafna (til Akureyrar, frá Akureyri) og persóna (Bréf frá vini til vinar). Notkun fs. frá er að þessu leyti nokkuð frábrugðin notkun samsvarandi forsetninga í ýmsum grannmála okkar, t.d. dönsku, ensku, norsku og sænsku. Sem dæmi má taka að from í ensku (d. fra) samsvarar hvergi nærri alltaf frá í íslensku. Af þessu leiðir að fs. frá sækir nokkuð á fyrir áhrif frá ensku. Slík dæmi eru auðfundin, t.d.:

brak frá [‘úr’] flugvélinni [e. wreckage from] dreifðist víða;
friðhelgi þeirra [ríkja] frá [‘fyrir’] afskiptum annarra;
geti átt rétt á alþjóðlegri vernd frá [‘fyrir’] ofríki eigin ríkisvalds;
verja viðkomandi samfélög frá [e. protect from] áhrifum kapítalisma og frjálsra viðskipta; Júgóslavía skar sig að þessu leyti gersamlega frá [e. separate from] öðrum ríkjum;
Sólarvörn sem verndar fatnað frá gulum blettum (6.5.2017);
við getum lært ýmislegt frá [e. learn sth. from sbd.] nágrannaþjóðum okkar (18.3.17).

Ekki er ég sérfróður um ensku en þó þykist ég sjá hatta fyrir enskunni. Til öryggis skoðaði ég enskar samsvaranir í: Oxford Dictionary of Current Idiomatic English. Volume 1: Verbs with Prepositions and Particles. 8. útg 1985.

Eftirfarandi dæmi er trúlega af sama meiði:

egg frá [‘úr’] lausagönguhænum.

Mér finnist eðlilegt að tala um egg frá tilteknu fyrirtæki (t.d. frá Brúneggjum) en fráleitt að tala um egg frá hænu.

Jón G. Friðjónsson, 5.8.2017

Lesa grein í málfarsbanka

1 til fs. ‘í (þá) átt að, í (þeim) tilgangi’; sbr. fær., nno. og d. til, sæ. till, ffrísn. og fe. til, ne. till; til líkl. úr germ. no. *tĭla- (nf., þf.hvk.), sbr. mlþ. til, tel ‘takmark, endi, markalína’, fhþ. zil, nhþ. ziel ‘takmark’. Orðið til er upphafl. no. sem stjórnað hefur ef., en verður að fs. í norr. og sumum vgerm. málum. Af til eru leidd lo. og so., sbr. gotn. ga-tils ‘hæfandi, góður’, sbr. tilt, og nno. tilast ‘ná sér, dafna,…’, gotn. ga-tilon ‘ná’, fe. tilian ‘sækjast eftir; rækta’. Uppruni ekki fullljós. Áður tengdu menn orðið við tíð og tími og nhþ. zeile ‘lína’, en erfitt var að koma merkingum heim og saman. Nú er orðið oftast talið í ætt við fs. at (), sbr. fír. ad ‘lög; venja’, af ie. *ad- ‘ákveða, festa’; til þá < *(a)dilo-, sbr. e. to, þ. zu, lat. dē (fs.) < *(a)dō, *(a)dē-. Sjá -tili, tilt.


2 til liður í st., sbr. til að, til þess að, þangað til að, þar til (að) og til s.s. of. S.o. og til (1), víxlmynd við -ti í sams.: helst til, †helzti, †hølsti.