tvisvar fannst í 5 gagnasöfnum

tvisvar atviksorð/atviksliður

í tvö skipti

ég hef tvisvar komið til Rómar

það er flogið þangað tvisvar á dag


Fara í orðabók

Það tíðkast ekki í íslensku að blanda saman tölustöfum og bókstöfum við ritun töluorða. Það ætti því að skrifa tvisvar og þrisvar en ekki „2svar“ og „3svar“ og skrifa skal tveggja, þriggja og fjögurra en ekki „2ja“, „3ja“ og „4ra“.

Það er ekki heldur íslensk ritvenja að blanda saman tölustöfum og bókstöfum við ritun á raðtölum eins og tíðkast í ensku. Frekar en að skrifa: „1sti, 2nnar, 3ji, 4ði, 5ti“ o.s.frv. ætti annaðhvort að skrifa með bókstöfum eingöngu: fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti, eða tölustöfum og punkti: 1., 2., 3., 4., 5..

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið tvisvar skiptist þannig milli lína: tvisv-ar.

Lesa grein í málfarsbanka

tvisvar, †tysvar ao. ‘tveim sinnum’; sbr. fsæ. twiswar, tyswar, fd. tysver, tysser, tøsser, mlþ. (mþ.) tvis, fhþ. zwir, zwiro(r), mhþ. zwire, zwir, ffrísn. twia, twira, fe. twiwa; sbr. og gotn. twis-standan ‘skiljast’, fe. getwisa ‘tvíburi’, lat. bis, flat. dvis ‘tvisvar’, gr. dís og fi. dvís (s.m.). Sk. tveir, tví- (2), tvístra og tvistur (1 og 2), en ending norr. orðanna -var, sbr. vgerm. -o, -ōr, -wa, ekki fullljós, sbr. og samsvarandi endingu í þrisvar (s.þ.).