umhverfis fannst í 6 gagnasöfnum

umhverfi -ð -hverfis umhverfis|fræðingur; umhverfis|siðfræði; umhverfis|sinni

umhverfis umhverfis húsið; þar var autt umhverfis

umhverfi nafnorð hvorugkyn

næsta nágrenni e-s ásamt aðstæðum þar

gott hús í fögru umhverfi

þau þekkja alla í nánasta umhverfi sínu


Sjá 2 merkingar í orðabók

umhverfis forsetning

í kringum

umhverfis borgina eru gömul varnarvirki

fiskimiðin umhverfis landið eru dýrmætar auðlindir

hann ferðaðist umhverfis jörðina á 80 dögum


Fara í orðabók

umhverfi no hvk
glæpir gegn umhverfinu

Forsetningin um­hverf­is (þf.) merkir ‘kring­um (hvar/hvert)’ og er hún að uppruna ef.et. af no. um­hverfi (hk.), sbr. einnig hina úreltu mynd umhverfum (úr Króka-Refs sögu):

Þeir leita umhverfum virkið (ÍF XIV, 141);
En er umhverfum var kominn viðurinn slá þeir í eldi (ÍF XIV, 141),

sbr. enn fremur:

sigldi umbergis (Flat I, 273);
[fjórar verur voru] umbhverfis (Íslhóm 83r:9);
valkestirnir lágu umhverfis [rjóðrið] (Saul 82 (1400));
gengu umbergis staðinn (m/s15 (Mar 632));
hann flýtur umhverfis vatnið (Kgs 22 (1275)).

Í nútímamáli er merking fs. tvíþætt:

1. Hreyfing:
Hann fór umhverfis jörðina á áttatíu dögum.

2. Kyrrstaða:
Kýrn­ar ­stóðu um­hverf­is tjörn­ina;
allt um­hverf­is ­húsið er rusl;
bátar lágu umhverfis skipið;
Hann þekkti sjóinn umhverfis landið eins og fingurna á sér (Samt II, 55).

Síðari merkinguna má sjá í fjölmörgum fornmálsdæmum, t.d.:

skip lágu umhverfis skeiðina (Hkr II, 315);
Þeir er stóðu umhverfis hann (Heil II, 571 (1400));
og af gulli umhverfis hana [skaltu gera] fjóra gullhringa (m15 (Stj 306)); skyldu þær [kýr] standa sem þykkst umhverfis vatnið (Hkr II, 108).

Jón G. Friðjónsson, 12.11.2016

Lesa grein í málfarsbanka

umhverfi
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] environment

umhverfi
[Læknisfræði]
[enska] environment

umhverfi
[Læknisfræði]
[enska] medium

umhverfi
[Landafræði] (5.0)
[skýring] a) hvers kyns ytri aðstæður er mynda eða móta lífsskilyrði einstaklinga eða hópa b) náttúrulegt umhverfi
[enska] environment

umhverfi
[Sjávarútvegsmál (pisces)]
[enska] environmental conditions

umhverfi
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] environment

umhverfis
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] ambient

umhverfi
[Umhverfisorð (albert s. sigurðsson)]
[skilgreining] "Umhverfi: Samheiti fyrir menn, samfélag, heilbrigði, menningu, menningarminjar, atvinnu og efnisleg verðmæti; dýr, plöntur og annað í lífríkinu; jarðveg, sjó, vatn, loft og veðurfar og jarðmyndanir og landslag. ".

umhverfi
[Umhverfisorð (albert s. sigurðsson)]
[skilgreining] "Umhverfi er samsafn allra ytri og innri skilyrða, sem varða tilveru, vöxt og velferð lífveru; umhverfi lífveru, ytri kringumstæður i heild.".
[enska] environment

umhverfi hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] allar þær ytri aðstæður, sem gætu haft áhrif á lífveru
[enska] environment

grenndar-
[Læknisfræði]
samheiti umhverfis
[skýring] Vísar í það sem er umhverfis, nálægt eða nærri.
[gríska] peri-,
[enska] peri-

umhverfi
[Brunatækni]
[skilgreining] aðstæður og umhverfi sem geta haft áhrif á hegðun hlutar eða einstaklings sem kemst í tæri við eld
[enska] environment

umhverfi
[Umhverfisfræði]
[skilgreining] náttúra og manngerð fyrirbæri, svo sem menn, dýr, plöntur og aðrar lífverur, jarðvegur, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, landslag, samfélag, heilbrigði, menning og menningarminjar, atvinna og efnisleg verðmæti
[skýring] Áður skilgreint:
Samheiti fyrir menn, dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar og landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, atvinnu og efnisleg verðmæti.
Víðtækt hugtak sem tekur bæði til náttúru og manngerðra fyrirbæra (Félag íslenskra landslagsarkitekta, orðabanki)
[dæmi] Við notum umhverfið til afla okkur hráefna, en einnig sem ruslahaug fyrir úrgangsefni.
[enska] environment,
[sænska] miljö

umhverfi
[Raftækniorðasafn]
[þýska] Umwelt,
[enska] environment

umhverfi
[Raftækniorðasafn]
[enska] environment

umhverfi hk
[Tölvuorðasafnið (útgáfa 2013)]
[skilgreining] Samsafn vélbúnaðar- og hugbúnaðartóla sem eru notuð í einum eða fleiri áföngum í þróun hugbúnaðar.
[enska] environment

umhverfis fs. (ao.) ‘í kringum’; eiginl. ef. af umhverfi h., sbr. umhorfinn, fær. umhvørvis og nno. umkverves. Fyrir koma víxlmyndir eins og umbergis og umhvergis (fno.); umbergis tæplega af berg, heldur ummyndun úr *umb(hv)erfis (b-ið sogið í sig kringda h-hljóðið), umhvergis líkl. blendingsmynd úr umhverfis og umbergis. Sjá umverbis.