undur fannst í 6 gagnasöfnum

undur undurs; undur undur og stórmerki; undra|veröld; undur|blíður; undra|mikill

undur atviksorð/atviksliður

til áherslu: mjög (í jákvæðum skilningi)

hún var mér alltaf svo undur góð


Fara í orðabók

undur nafnorð hvorugkyn

eitthvað sem vekur undrun, furða

undur og stórmerki

<hún er svo þolinmóð> að undrum sætir


Fara í orðabók

undur no hvk
undur no hvk flt

Sögnin sæta stýrir þágufalli. Menn þurfa að sæta úrskurðinum. Hverju sætir þetta? Þeir sættu lagi. Það sætir undrum. Athuga að sögnin sæta með eignarfalli í orðasambandinu sæta færis er til orðið úr eldra sæta færi (líklega hefur orðasambandið neyta færis haft hér áhrif).

Lesa grein í málfarsbanka

undur h. ‘furða; kraftaverk; býsn, kynstur’; sbr. fær. undur, nno., sæ., d. under, fsax. og fe. wundor, fhþ. wuntar, ne. wonder, nhþ. wunder í svipaðri merk.; undur < *wunðra-. Uppruni óviss. Orðið hefur verið tengt við gr. athréō ‘skoða’, sem getur þó naumast staðist. Það hefur og verið talið sk. und (1), af ie. *u̯en- ‘slá, særa’, og væri upphafl. merk. þá ‘óvænt atvik, e-ð sem gerir e-m bilt við, áfall’. Aðrir tengja það við ie. *u̯en- í vanur (1), vinur og una (1) og upphaflegt tákngildi orðsins þá jákvætt ɔ óvænt furðuatvik, dásemd e.þ.u.l. Allt óvíst. Af undur h. er leidd so. undra(st), sbr. fær. undrast, nno. og sæ. undra, ne. wonder, nhþ. wundern, og af so. undra no. undrun kv., sbr. fær. undran kv.