unnum fannst í 7 gagnasöfnum

unna Sagnorð, þátíð unni

unninn Lýsingarorð

unnur Kvenkynsnafnorð

vinna Sagnorð, þátíð vann

unna ann, unni, unnað/unnt þú annt þér aldrei hvíldar; þjóðin ann tungu sinni; ég get unnt henni sannmælis; eftir því sem unnt er; þótt ég unni/ynni honum

unnur -in unnar; unnir

vinna 1 -n vinnu; vinnur, ef. ft. vinna þau eru farin í vinnuna; ég er í tveimur vinnum; vinnu|kapp

vinna 2 vann, unnum, unnið vinna baki brotnu; þótt hún vinni/ynni málið

unna sagnorð

fallstjórn: þágufall

elska (e-n), hafa dálæti á (e-u)

hún unni honum mjög

hann ann góðri tónlist

unna <henni> hugástum

elska hana


Sjá 2 merkingar í orðabók

unninn lýsingarorð

sigraður (í keppni)

hann glutraði niður unnu tafli


Sjá 2 merkingar í orðabók

unnur nafnorð kvenkyn
skáldamál

alda, bylgja; sjór


Fara í orðabók

vinna nafnorð kvenkyn

starf, starfi, atvinna

<við spjöllum oft saman> í vinnunni

<fara í bíó> eftir vinnu

vera frá vinnu (í tvo daga)


Sjá 4 merkingar í orðabók

vinna sagnorð

stunda vinnu, starfa

hann vinnur á hóteli

hún vann í banka

hann vinnur sem sölumaður

hún vinnur við að hanna föt

vinna eins og skepna

vinna í fiski

vinna utan heimilis

vinna úti


Sjá 25 merkingar í orðabók

unninn lo (sem byggist á vinnslu)
unninn lo (sem stefnir í sigur)

vinna no kvk
vinna so (stunda vinnu)
vinna so (sigra)
vera forkur til vinnu
vera hamhleypa við vinnu
vera víkingur til vinnu
vera hamur til vinnu
vera hamhleypa til vinnu
Sjá 42 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Athuga að rugla ekki saman sögnunum una og unna.
Kennimyndir: unna, ann, unni, unnað (unnt). Hann ann sér aldrei hvíldar. Þau unna ljóðum. Ég get vel unnt þér þess. Hann ann henni hugástum. Eftir því sem unnt er.
Una: Kennimyndir: una, undi, unað. Hann unir við þetta enda er það viðunandi. Þau una glöð við sitt. Þeir geta unað sér einir tímunum saman.

Lesa grein í málfarsbanka


Boðháttur sagnarinnar vinna er vinndu í 2.p.et. Það á þó oft betur við að nota orðalag á borð við þú skalt vinna, þú átt að vinna.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin vinna er oft og tíðum ofnotuð í nútímamáli. Í stað þess að „vinna verkefni“ eða „tillögu“ fer oft betur á að segja t.d.: leysa, fást við, glíma við verkefni og leggja fram, koma með tillögu.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er með farið að segja: hafa allt að vinna, engu að tapa.

Lesa grein í málfarsbanka


Talað er um að sigra andstæðing og sigra í leik en ekki „sigra leik“. Hins vegar er talað um að vinna leik.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðatiltækið vinda bráðan bug að einhverju merkir: gera strax ráðstafanir til að koma einhverju í framkvæmd.
Orðatiltækið vinna bug á einhverjum/einhverju merkir: sigrast á einhverjum/einhverju.

Lesa grein í málfarsbanka


Vinna á e-m – áverki. Orðasambandið vinna á e-m er liðfellt, undan er skilið eitthvert nafnorð (t.d. verk, bug, sigur). Það er t.d. algengt í Alexanders sögu sem Brandur Jónsson biskup að Hólum þýddi á 13. öld:

og vinnur mikið illt á Serkjum (AlexFJ 40 (1280));
sér nú hversu mikið illt Negusár vinnur á Grikkjum (AlexFJ 40 (1280));
Hörð áhlaup skaltu veita óvinum þínum, og ef þú hefir viljann skeleggjan til að vinna mikil verk á þeim, þá ... (AlexFJ 5 (1280));
[ham­ingj­­an] ... gefur honum að vinna stór verk á sínum óvinum (AlexFJ 77 (1355–1360)).

Af síðustu tveim­ur dæm­unum má sjá að nafnorðið áverki er myndað af slíkum samböndum.

Kristnir menn trúa því að í dvalarstað syndugra eftir dauðann sé (brennandi) hiti en heiðnir menn gerðu ráð fyrir kulda á samsvarandi stað, sbr. lo. helblár (17 (ÓlDavÞul 114)) ‘blár sem hel’ helkaldur (f19 (KlopMess 516 (OHR))) og helkuldi (m19 (Lanz II, 168)).
Í helheimum réð Hel ríkjum og í Gylfaginningu er henni lýst svo: hún er blá hálf en hálf með hörundar lit (20. k.). Víða er til þessa vísað, t.d.:

Hann var blár sem hel og digur sem naut (Eyrb. 63.k.),

sbr. einnig í viðurnefnum: Geirmundur heljarskinn.

Jón G. Friðjónsson, 10.9.2016

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið óðum merkir ‘brátt, bráðum; hratt’ og er það að uppruna þgf.flt. af lo. óður, sbr. hliðstæðurnar löngum og stundum. Elsta dæmi um orðmyndina óðum er úr Jökuls þætti Búasonar (frá 15. öld) (afrit Ketils Jörundssonar (1603–1670)):

tók þá tröllkonan óðum að blása (ÍF XIV, 51).

Það er algengt í síðari alda máli, t.d.:

Bendir þetta til þess að áhugi manna fyrir fögrum listum sé nú óðum að glæðast (Helgaf 1942, 133 (OHR)));
Það tók óðum að syrta að í lofti (m20 (ThFrLok II, 113));
fitnaði hún óðum og vissi enginn hvað því ylli (m19 (ÞjóðsJÁ I, 26));
fer að hvessa og fer kornið óðum að fjúka (m19 (ÞjóðsJÁ2 V, 150));
má sjá hversu mannskæð kólera er og hversu óðum henni miðar áfram (Rvp II, 45 (1848));
ekki tjái [‘dugi’] svo óðum [‘óðslega’] áfram að fara að ei sé nokkuð gætt endalyktar og góðrar samvisku (Safn XII, 86 (1656)); 
Ekki sé eg svo óðum hér að farið að ekki hafi athuguð verið endalyktin (Safn XII, 87 (1656)).
 
Af sama meiði er ao. jafnóðum. Elsta dæmi um það er frá 18. öld:

strax upp á tímann, jafnóðum (m18 (JÁNucl 1658 (OHR)), sbr. einnig:
Þurfamaðurinn heimtar víða hvað ofan í annað, jafnóðum og hann er búinn með hinn fyrra skerf sinn heimtar hann peninga fremur en matvöru (Frjett 1884, 23);
þótt hann ynni sér stundum eitthvað inn, þá fór það allt að forgörðum jafnóðum (s19 (BGröndRit IV, 542)).

Frá miðri 16. öld er dæmi þar sem jafnótt er notað í svipaðri merkingu og jafnóðum

englar guðs komu ofan af himnum og tóku sálir hans manna jafn ótt sem þeir urðu drepnir (m16 (Reyk I, 90)).

***

Sögnin sigra merkir ‘vinna sigur (á e-u/e-m (í e-u))’, t.d.:

sigra andstæðing á skákmóti; sigra andstæðing í einvígi; sigra andstæðing í stuttri skák/fáum leikjum; sigra (e-n) í kosningum/prófkjöri; sigra (allan) heiminn (Jóh 16, 23); sigra illt með góðu (Róm 12, 21).

Sögnin vinna ‘sigra, leggja að velli’ er notuð með svipuðum hætti, t.d.:

vinna sigur (m17 (HPPass 163)); vinna andstæðing; vinna fyrstu skákina; vinna einvígi um e-ð; vinna (tvo) slagi (í spilum); vinna bót á ráði sínu (ÞSkBr 248 (1654)); Anita vann sinn riðil ‘varð fyrst; hafði/vann sigur í sínum riðli’ (Útv 3.3.17); Jafnan vinnur falskur maður fyrsta leik (s17 (GÓl 1795)); spilið er unnið (Alþ VI, 56 (1641)); í hörpuslætti vann hann hvern mann (ms16 (IslAnn 440)).

Í nútímamáli er stundum talað um að vinna keppni og vinna/sigra kosningar, t.d.:

Líklegt er talið að Pútín, sem er 64 ára, myndi vinna kosningarnar ef hann byði sig fram (16.6.17);
Skemmtilegt að vinna þetta [tilnefningu sem íþróttamaður ársins] í annað sinn (30.12.16);
Hver vann (bresku) kosningarnar? (11.6.17);
Fjármálakerfið vann kosningarnar (12.6.17, 17).

Öll dæmi af þessum toga eru úr nútímamáli, ég hef ekki rekist á hliðstæð dæmi í traustum ritmálsheimildum enda eru þau mér framandi. Mig grunar að hér gæti enskra áhrifa: e. to win/lose an election (OxfAdv 404). – Þetta allt þarf að skoða miklu betur en bestu lýsinguna á notkun sagnanna vinna og sigra er að mínu viti að finna í Orðastað eftir Jón Hilmar Jónsson.

Jón G. Friðjónsson, 9.9.2017

Lesa grein í málfarsbanka

vinna
[Eðlisfræði]
[enska] work

vinna kv
[Hagfræði]
samheiti atvinna, starf
[enska] employment

verk hk
[Hagfræði]
samheiti vinna
[enska] work

starfa so
[Hagfræði]
samheiti vinna
[enska] work

vinna so
[Hagfræði]
samheiti starfa
[enska] work

starf hk
[Hagfræði]
samheiti atvinna, vinna
[enska] employment

vinna kv
[Hagfræði]
[enska] labor

atvinna kv
[Hagfræði]
samheiti starf, vinna
[enska] employment

vinna
[Landafræði] (2.2)
[enska] labor

vinna
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[skýring] fisk
[enska] process

framkvæmd vinna
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (eðl)
samheiti vinna
[enska] executed work

vinna
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] work

vinna
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
samheiti afkasta
[enska] perform

unninn
[Stjórnmálafræði]
[enska] processed

verk hk
[Upplýsingafræði]
samheiti ritverk, vinna
[enska] work,
[norskt bókmál] verk,
[hollenska] werk,
[þýska] Werk,
[danska] værk,
[sænska] verk,
[franska] créations

vinna
[Raftækniorðasafn]
[sænska] arbete,
[þýska] Arbeit,
[enska] work

starfa
[Raftækniorðasafn]
samheiti vinna
[sænska] fungera,
[þýska] arbeiten,
[enska] operate

1 unna (nþl.)s. ‘elska,…’; sbr. fær., nno. og sæ. unna og d. unde, fe. unnan, fsax. og fhþ. (gi)unnan, mholl. onnen, nhþ. (g)önnen. E.t.v. sk. gr. pros-ēné̄s ‘vinsamlegur’, dór. -āné̄s (< *-ansé̄s); unna þó tæpast úr *unzan. Vafasamt, frekar sk. gr. onínēmi ‘gagna, hjálpa, gleð’ og e.t.v. gotn. niþan ‘hjálpa’ (sjá náð). Sjá -und (1), unn (1), Unna (2), Unnarr, ást (1) og æsta; ath. unn(u)r (2) og Unnur~(4).


1 unn(u)r k. † ‘sverð’; uppruni óljós og vafasöm eru tengsl við dwerg unniu (u-st.) ‘dvergasverð?’ á Ribe-ristunni dönsku (frá því um 700). Orðið hefur verið talið sk. so. að vinna, en það er vafasamt og samræmist m.a. illa fd. rúna-orðmyndinni. Skyldleiki við lat. ēnsis ‘sverð’ er líka efa orpinn (unnur < *unziz eða *unzuz) og yrði þá að gera ráð fyrir að upphafleg merk. orðsins væri einhverskonar hnífur.


2 unn(u)r, †uð(u)r kv. ‘alda, sjór’; sbr. fe. ȳð, fsax. ūthia, ūðia, fhþ. undea, mhþ. ünde ‘flóð, alda’; unnur < germ. *unþi- (vgerm. *unþiō). Líkl. af germ. *weþ-, ie. *u̯et- (með nefhljóðsinnskeyti), víxlrót við ie. *u̯ed- í vatn og lat. unda ‘bylgja’. Af unnur er leitt ao. unnum ‘unnvörpum’, sbr. úðum. Unnur er líka fno. árheiti og nafn á dóttur Ægis sævarguðs. Sumir telja og að kvenmannsnafnið Unnur og nafnliðurinn -unn (1), -unnr heyri hér til en það er vafasamt. Sjá Unnur (4).


1 vinna kv. ‘verk, starf; handavinna’; sbr. fær. vinna (s.m.), nno. vinne kv. ‘jarðræktarstarf,…’, sæ. máll. vinno ‘ávinningur’, fhþ. winne ‘deila’, mhþ. winne, winde ‘sársauki’, gotn. winno ‘þjáning’; sbr. og gotn. wunns (s.m., hljsk.). Af germ. *wen-, ie. *u̯en(ǝ)- ‘sækjast eftir, óska’ og þaðan hafa æxlast tákngildi eins og ‘starf, áreynsla, þjáning’ og ‘ósk, vild, löngun’, sbr. merkingarafstæður eins og verk og verkur. Sjá vinn, vinna (2), vinur, vanur (1), von, ósk, una (1) og vænn.


2 vinna (st.)s. ‘starfa; ávinna; sigra; †nægja; †berjast gegn; †þola’; sbr. fær. og nno. vinna ‘starfa, ávinna, sigra,…’, sæ. vinna, d. vinde ‘sigra’, fe. winnan ‘starfa; þjást’, fhþ. winnan ‘reyna á sig, deila’, ne. win, nhþ. winnen ‘sigra’, gotn. winnan ‘þjást’. Sk. fi. vánati, vanóti ‘óskar, ann, sigrar, ávinnur sér’; vinna s. < *winnan < *wennan < ie. *u̯enu̯- (eða *u̯enǝ-). Sum merkingartilbrigði ísl. so. vinna stafa líkl. frá föllnum forskeytum, t.d. ga- í merk. ‘ávinna, sigra’, and- í merk. ‘berjast gegn’. Sjá vinn, vinna (1), vinning, vinnsla, -vinn(u)r (1 og 2), vinur, von, ósk, una (1), vænn; ath. unn(u)r (1 og 3) Óðinsheiti og sverðsheiti, og -vind(u)r, -undur í mannanöfnum.