væsa fannst í 5 gagnasöfnum

væsa Kvenkynsnafnorð

væsa Sagnorð, þátíð væsti

væsa væsti, væst það væsir ekki um hann

væsa sagnorð

það væsir ekki um <hana>

það fer ágætlega um hana, hún hefur það fínt (hér)


Fara í orðabók

Orðasambandið þess var að von (‘það fór að vonum/eins og vænta mátti’) er kunnugt í nokkrum afbrigðum, t.d.:

Slíks var að von (s17 (GÓl 3065));
og var mér slíks að von (Ísl 1827); Slíks var að von (Gísl29, 20); Slíks var að von (Sturl I, 487);
þykir þungs að von þar sem Styr á hlut að (f18 (Ísl 1345));
sem von var að (Sv 194);
þess var að von (Örv 25).

Orðasambandið er liðfellt, fylgiorð með virðist vanta, en það má sjá af dæmum úr Brennu-Njáls sögu:

Njáll þakkaði honum og kvað slíks að honum von (ÍF XII, 317 (1330-1370));
Slíks var mér að honum von (ÍF XII, 359 (1330-1370)).

***
Sögnin væsa (væsti, væst) er skyld vos < vás ‘volk’ er í nútímamáli einkum notuð með neitun, það væsir ekki um e-n ‘vel fer um e-n’, t.d.:

Það væsir ekki um þig í hlýjunni;
í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig (m19 (ÞjóðsJÁ I, 85)).

Af sama stofni er lo. væstur ‘þrekaður, illa til reika, hrakinn, slæptur’ og er það algengt í fornu máli, t.d.:

Fengu þeir illviðri mikið með fjúki og frosti og tóku nauðulega land eitt kveld allir mjög væstir (ÍF VII, 129);
En er konungur og hans menn komu væstir til bæjar (Flat I, 450);
Rak þá skip þeirra um haf innan; fóru aftur um haustið og voru allmjög væstir og þrekaðir (Hsb 433 (1301-1310));
Reiddi þá skip þeirra um haf innan. Fóru aftur um haustið og voru mæddir og mjög þrekaðir (ÍF IV, 416).

***
Notkun og merking orðasambandsins e-ð er undir e-m/e-u komið ‘e-ð er háð e-m/e-u; e-ð fer eftir e-u’ virðist í býsna föstum skorðum, t.d.:

Það hlýtur að vera í sífelldri óvissu og undir hendingum komið hvaða vörur hvert félag getur fengið (SvSkBenJ 426 (1919));
Allt er undir því komið, að fyrir þeim sem ritar vaki nokkur almenn aðalhugmynd (NF V, 97 (1845));
hann hefur talið upp ýmislegt sem sé undir viljanum komið (NF V, 124 (1845));
þeir vita af því að eigi er allt undir dómi þeirra komið (NF XI, 13 (1851)).

Eitthvað virðist bogið við eftirfarandi dæmi:

Sagði að það væri undir andstæðingum samkomulagsins komið [‘stæði upp á þá’] að sýna fram á betri leiðir til þess að aftra Írönum frá því að koma sér upp kjarnorkuvopnum (Mbl 12.1.18, 17).

***
Eitt er að vera fyrir ofan e-n en allt annað að vera kominn upp fyrir e-n. Hið fyrra vísar til kyrrstöðu á hærri stað en þeim sem miðað er við (fyrir ofan bæinn er gil) en hið síðara til hreyfingar á hærri stað en þann sem miðað er við (skjótast upp fyrir e-n). Þetta munu flestir drekka í sig með móðurmjólkinni enda voru þessi atriði alls ekki kennd þegar ég var í skóla. Misfellur í eftirfarandi dæmi koma satt best að segja illa við mig:

Ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin fyrir ofan [þ.e. upp fyrir] okkur [hvað hamingju varðar] er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað (Frbl 20.3.18, 1).

Ágallar af þessum toga finnst mér að því leyti afleitir að þeir virðast mér benda til þess að brestir séu komnir í sjálfar grunnstoðirnar, kerfið sem að baki liggur.

Jón G. Friðjónsson, 18.5.2018

Lesa grein í málfarsbanka

1 væsa kv. (17. öld) ‘bleyta; vatnsrennsli; mosamýri; skýjað, vætugróið loft’; sbr. og væsukoppur ‘mýrarpyttur, kelda’. Sbr. vos (1) þar sem líkl. hafa blandast saman tvö orð af ólíkum toga, vás ‘bleyta’ og vás ‘erfiði, þreyta’; væsa < *wēsiōn, sbr. fhþ. wasō ‘forarbleyta, blautur jarðvegur’, fe. wōs h. ‘raki, vökvi’ (hljsk.). Ath. vos (1); (væsa tæpast < *wētsiōn, sbr. votur).


2 væsa s. (18. öld) ‘blása, kula’; væsa um ‘næða um’. Líkl. sk. holl. waas ‘hrím, lykt’, lith. vėsà ‘kalt loft, kul’ og vėsùs ‘svalur, loftgóður’. Af ie. *u̯ē-s-, *u̯ǝ-s- ‘blása’, sbr. vas h. (hljsk.) og *u̯ē-d-, *u̯ǝ-d- í fhþ. wāz ‘vindhviða’ og ísl. vat (sjá vata(st)), sbr. og *u̯ē- í gotn. waian, fhþ. wājan, nhþ. wehen ‘blása’. Sjá vas (1) og vesa (2).