vætur fannst í 3 gagnasöfnum

væta, †vé̢ta kv. ‘raki, bleyta; rigning; vökvun, skyrhræra’; sbr. fær. væta, nno. væte kv., sæ. väta, d. væde; af lo. vátr, votur, < *wētiōn. Af sama toga er so. væta ‘bleyta’, sbr. fær. og nno. væta, sæ. väta, d. væde, fe. wǣtan, ne. wet (< *wētian). Sömu ættar er vætla s., kv. ‘seytla; seytl’ (< *wātilōn < *wētilōn) og vætl h. ‘smárennsli’. Sjá votur og vatn.


vætur, †vé̢tr fn. † ‘ekkert’; eiginl. s.o. og vættur, sbr. véttur, -vít(u)r (s.þ.); merkingin ‘ekkert’ tilkomin vegna brottfalls neitunarorðs eða -forskeytis, sbr. gotn. ni waiht ‘ekkert’, ne. nought, nhþ. nicht; vé̢tr merkir í físl. líka veru eða e-n hlut og sú er upphafl. merk. orðsins. Tæpast er ástæða til að gera ráð fyrir upphafl. az/iz-stofni, *wehtiz-, *wehtaz- (Unwerth 1910:8).